Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1867, Blaðsíða 11
11 scm þeir eiga í; hvernig sem við förnm að, þá gengnr allt andsælis fyrir okkur; þótt við vinnnm baki brotnu dag eptir dag, þá vinnum við ekki ineira inn, en þurr- an brauðbita; og deilur, sundurlyndi og örvænting spretta hvað eptir annað af sjálfu sér«. Iíomumaður drakk vatnið, sem honnm var fært í brotnum bolla; en siðan mælti hann með blíðu (því liann tók eptir, að biflía lá rykng í einhverju skoti í kofanum): »Vinir mínir, eg veit af hlut, sem gæti hjálpað ykkur. Það er fjársjóður falinn í húsi ykkar; leitið að honum. Ef þið flnnið hann og notið eins og ykkur ber að gjöra, þá munuð þið, áður langt líður, verða svo auðug, að þið öfundið engan mann i heiminum«. Að svo mællu íor hann burtu. Hjónin í kotinu liéldu í fyrstu að þetta væri spaug, og sinntu því ekki. En þau fóru samt von- um bráðar að hugsa um það. Þegar konan fór út til að tína kalviði í eldinn, þá var maðurinn að leita, og hann gróf jafnvel upp gólfið, í þeirri von, að hann mundi geta fundið fjársjóðinn. Þegar maðurinn var úti við vinnu sína, þá gjörði konan híð sama. En þau fundu ekkert; örbyrgðin fór í vöxt, og deilur, óánægja og misklíðir að því skapi. Einhvern dag, þegar konan var aptur ein í kofannm, fór hún að hugsa um það, sem komumaður hafði sagt, og furðaði hana á því meir eu nokkru sinni áður. Hún var nú að skyggnast um til og frá, og varð lienni, eins og af tilviljun, litið á biflí- una, sem aldrei hafði verið hirt um, og því lá þarna rykug í skotinu. Billían hafði verið gefln konunni af móður hennar, en frá því móðirin dó, hafði biflíunni aldrei verið lokið upp. l’að var eins og konunni færi að leika grunur á, að komumaður hcfði átt viö biflíuna, þar sem liann talaði um fjársjóðinn. Iíún tók því

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.