Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 2
2 veiktist orðið að gjöra alt, er gjöra þurfti innan húss. Hún hafði hjúkrað móður sinni i veikindum hennar, og gætt bræðra sinna með meir en móðurlegri umhyggju. í*ar sem faðir hennar var nú sjálfur orðinn veikur, var þessi unglingur hin eina hjálparvon þessara vesælinga, en hvers geta menn vænzt af svo ungri stúlku? Fyrst kom henni til hugar litlu stúlkunni að leita sér atvinnu, og reyna að vinna sérþannig eitthvað inn, en til þess að foreldrar hennar og systkyni skyldu ekki deyja úr hungri á meðan, ásetti hún sér að fara til ölmusuhússins, því hún hafði heyrt sagt, að fátækling- ar, sem ættu mjög bágt, gætu fengið þar mat gefins. Maður sá, er hún hitti í húsi þessu, og bar upp fyrir bón sína, skrifaði nafn hennar á listann yfir þá, sem sóttu um hið sama og litla stúlkan, og sagði henni, að hún gæti svo komið aptur að einum eða tveimur dög- um liðnum, þá mundi verða búið að íhuga það og úr- skurða, hvort liún gæti fengið nokkuð ellegar ekki. Æ! á meðan á þessari yfirvegun slóð, liefðu foreldrar hennar og bræður dáið úr hungri, og það sagði litla stúlkan líka manni þessum; en hann svaraði henni því að eins, að þannig væri þessu fyrir komið, og því yrði ekki breytt. Hún fór þá aptur út á götuna, og kvaldist mjög af þeirri umhugsun, að foreldrar sínir og bræður biðu sín hungraðir beima, og vonuðust eptir, að hún inyndi þá og þegar koma með brauð handa sér: ásetti hún sér þá að biðja þá, er fram hjá sér gengu á strætunum, að gefa sér skilding eða skildingsvirði. En henni bjó svo mikið niðri fyrir, að henni var ómögulegt að tala; auk þessa var hún feimin og fyrirvarð sig að biðja, þó hún neyddist til þess; hún rétti því að eins höndinaút til þeirra, er hún mætti, og mændi til þeirra

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.