Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 6
6 2 dala virði, snéri sér síðan við, Ieit blíðlega til fátæku konunnar og drengjanna, sem ekki gátu komið upp einu orði fyrir fögnuði, og hvarf svo út úr herberginu. En sagan um peninginn er merkilegust af sögu þessari. Það er óþarfl að geta þess, að þessi litla stúlka, sem kom með matvælin til aumingjanna, var sama stúlkan og hún Maríahafði við dyrnar á húsi lögreglu- stjórans hvíslað að orðum þeim, er áður er frá sagt. En undir eins og hún hafði lieyrt það, er María sagði henni, hljóp hún burtu, og var ásetningur hennar að útvega mat handa fátæklingum þessum. Hún minntist þess þá, að móðir sín væri ekki heima, og vissi þá fyrst ekki hvernig hún ætti að fara að því, að útvega pen- inga fyrir matvælum. Samt datt henni bráðum í hug ráð til þess. Hún minnlist þess, að hárskerari, sem bjó skammt frá húsi foreldra hennar, og var kunnugur þeim, hafði opt lofað hár henriar fyrir fegurð þess, og hafði sagt við hana, að þegar hún vildi láta klippa af sér hárið, skyldi hún koma til sín, og skyldi hann þá gefa henni Lúðvíkspening, það er gullpeningur rúmra8 dala virði, fyrir hárlokkana hennar; þetta mikla lof um hár hennar hafði opt glatt hana áður, en henni hafði aldrei dottið í hug að láta hárskerarann fá það; en nú varð hún annars hugar. Til þess að geta feng- ið peninga til þess að kaupa fyrir mat handa aumingj- unum, sem voru komnir að dauða af hungri, fór hún beina leið til hárskerarans, minnti liann á loforð hans, og bauð honum að skera af sér hárið fyrir hvað sem hann vildi gefa fyrir það. Eins og nærri má geta varð háskerarinn hissa í tilboði þessu, og með því að liann var góður og greind- ur maður spurði hann stúlkuna litlu, hvernig á því

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.