Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 15

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1868, Blaðsíða 15
15 Á AFMÆLISDEGI. Lagi?): Kom, skapari heilagi andi. Æ, nákvæm hefir náð þín blíð, ó náðarfaðir, verið mér á umliðinni æfilíð, sem árin mörg í skauti ber. Fót heíi’ eg ei við steini steytt, þó stundum væri leiðin myrk ; þín máltug hönd mig hefir leitt, í hættu’ og þrautum gefið styrk. Þá harmur sár mig svipti ró, og syndin vonarljósið fól, þitt heilagt orð mér liuggun bjó, svo himnesk rann upp náðarsól. í örbyrgð varstu auðlégð bezt og einkatraust mitt hvert eitt sinn; þá vanmáttugur var eg mest, mig veikan styrkti kraptur þinn. Ó Drottinn Guð mín líkn og líf, mitt lífsins athvarf, vernd og skjól, í öllu striði einkahlíf, í allri dimmu Ijós og sól, Þig lofa’ eg fyrir liðna tið, þig lofar nú mín frelsuð sál, þig lofa’ eg fyrir lán og stríð, þig lofi hjarta, hugur, mál.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.