Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Síða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Síða 8
8 sem eyðir dögum sínum þannig? Já, hvað ertu að hugsa, ó maður! hvað ertu að hafast að? Ertu að safna þér reiði á degi reiðinnar? Gættu að því, að það, sem þú sáir liér, muntu upp skera í eilífðinni. Því ertu að baka öðrum mæðu, eins og hver hafi ekki nógu þunga byrði að bera, þó ekki sé bælt á hana? Já eins og þú sjálfur hafir ekki nógu þungum reikningi að svara, þeg- ar þú verður kallaður fram fyrir hinn réttláta dómar- ann á liimnum? Leitaðu því friðarins og lialtu honum fast, hvenær sem kostur er á. Gættu að því, að lífs- þráðurinn er veikur og getur slitnað snögglega. tú veizt ekki nema hann slitni í dag eða á morgun; en dauðinn gjörir enda á allri þrætu og öllu kífi. Stund- aðu því frið og eindrægni við bræður þína og álíttu þá samferðamenn þína til himinsins. Láttu þér einhvern tíma, já láttu þér sem optast koma í liug, þegar þú heimsækir bústaði hinna dauðu, að þar eiga allir, sem lifa, að leggjast til hvíldar fyrri eður seinna, þegar lífs- dagurinn er liðinn; að þar á hver að hvíla við annars hlið, eins, ef lil vill, óvinurinn við hlið óvinarins og vinurinn við hlið vinarins; að þar verða lagðir bæði þeir, sem lifðu og dóu Drottni, og lfka þeir sem aldrei fundu Guð, hvorki í lífi né dauða, og fyrirfórust þvi mitt í syndum sínum. Ef að þú, kristinn maður, temdir þér að íhuga þetta, mundi þér þykja óráð aci þreyla þig á iðju ófrið- arins, eða að kveikja óróa og óánægju þar, sem annars hefði getað veriðfriður og eindrægni; þér mundi þykja óráð að deyja ósáttur við bræður þína, sem þó eiga að hvila lijá þér í svefnherbergi grafarinnar, uns sá dagur kemur, sem Guð hefir ákvarðað, þegar raust Guðssonar mun vekja þá, sem í gröfunum sofa, og kalla þá fram

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.