Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Qupperneq 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 02.01.1868, Qupperneq 9
9 fyrir dóminn, eins þa, sem illt höfðn aðhafzt í líkam- ans lífi, og þá, sem gott höfðu gjört; eins þá, sem eyddu líflnu í ófriði og styrjöld og teygðu einatt sak- leysið út í syndina, og þá, sem alla aefina fetuðu brautir friðarins, og höfðu Guð og hans vilja æ fyrir augum ser. Gleymum því þá ekki bræður, að vér erum allir samferða til himinsins; það er liið eilífa friðarlandið, sem yér höfum allir heitið ferðinni til, þar sem Guð friðarins býr í því ljósi, er enginn fær til komizt, nema sá, sem hér stríðir undir merkjum friðarins, og kemur að takmörkum tíma og eilífðar með frið Guðs í hjarta sínu og þann vitnisburð samvizkunnar, að hann sé Guðs barn. Vér erum allir bræður í Jesú Kristi; en það lieyrir bræðrunum til, að vera sáttir og sammála. Ekki er nema ein leiðin til, sem liggur á hið eilífa friðar- landið, og hana verðum vér allir að fara, ef vér eigum allir að komast þángað, því hver sem aðra leið fer, getur ekki fundið Guð, né komizt til heimkynna friðar- ins. Biðjum því Guð, að senda sinn heilaga anda — anda friðar og eindrægni í hjörtu vor, svo hann leiði oss í allan sannleika, og innræti oss lireinan og ein- lægan vilja til alls þess, sem gott er. Þá mun friður Guðs, sem æðri er öllum skilningi, búa í hjörtum vor- um, og endurnæra osa í lífi og dauða. GUD HINNA IÍRISTNU, SEM BORGAÐI SKULDINA. Trúarboði nokkur, sem átti leið í gegnum þorp eitt á ströndum Suðurálfunnar, prédikaði þar fyrir fólkinu. Á meðal þeirra sem hlýddu á, var Suðurálfumaður

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.