Baldur - 09.12.1868, Síða 4

Baldur - 09.12.1868, Síða 4
72 VERZLUNARFJELAG EYFIRÐINGA. (Brjefkafli frá merkismanDÍ í Eyjaflrí;i). . . . »Fjelag vort Eyfirðinga og tingeyinga komst á í vor er var, en gat þó engan nýjan skiptavin fengið, svo að það neyddist til, að verzla við Popp, sem bjer er orðinn fastur kaupmaður, og hefði fjelagið getað haft enn meiri liag á verzlun sinni, hefði við annan auðugri verið að skipta, því að Popp er maður fátækur, og má því til að fara allt hvað hann kemst. Þó urðu samningar vorir við hann svo, að eigi mun hafa verið um skárra að gjöra hjer í grann-kaupstöðunum. Næsta ár mun fjelagið halda sam- an, og er nú helzt í ráði að það gangi upp í hlutabrjefa- fjelag, og ráðist í að kaupa og gjöra út að sumri 60 lesta skip frakkneskt, er selt var í sumar, er leið, á Siglufirði, sem strand, en sem vel má þó gjöra haffært. í ráði er, að hlutabrjefin verði um 40 eða 50, og hvert á 100 rd., en svo geta verið smáfjelög um hvert hlutabrjef (t. a. m. 5—10 mennj. Skipið verður í sumar komaudi sent með vörur fjelagsmanna (9—12000 rd. virði) á einhvern útlend- an markað, og umsjónarmaður fenginn með þeim, og fleira þess háttar. Síðar skal jeg rita meira frá þessu, þá er lengra er á veg komið». (Sent Baldri). STIPTSBÓKASAFNIÐ LOKAÐ. Það mun hafa verið fyrst í fyrra, að farið var að hafa þá reglu um stiptsbókasafnið, að láta þá, er bækur vilja af því fá, borga fyrir fram lillög sín fyrir árið. Þetta er nú ólastandi og enda lofsvert, en hitt kunnum vjer síður að lofa, að þegar menn hafa borgað tillög sín, þá er bóka- safninu lokað fjórðung ársins, og fást engar bækur þaðan allan þann tíma. Það kann nú vel að vera, að það hafi verið nauðsynlegt, að loka því svo lengi, en hitt var eigi nauðsynlegt, að láta lántakendur bíða halla við það. Vjer skorum því á stjórn safnsins, að hún annaðhvort borgi aptur */4 “f tiílögunum hverjum lántakanda, eða þá, að tillagið næsta ár og eptirleiðis verði fyrst heimt að árinu liðnu, svo að eigi sjeu narraðir peningar frá mönnum með þeim loforðum, að þeir fái bækur tvisvar í viku, en sje svo sviknir um J/4 ársins. Þess má og geta, að vert hefði verið, að auglýsa þessa góðu lokun í fyrstu blöðum, er út komu, eptir að lokað var, en þetta var fyrst gjört, þá er bókasafnið hafði lengi verið lokað. 1. d. des. 1868. »Prír lántaltendur bóka, í og við Eeylcjavík« (Sent Baldri). Spurning: Hvað starfar forseti bústjórn- arfjelagsins nú? Þið útgg. «Baldurs» spáðuð þó miklu um framkvæ.md hans. Vjer höfum heyrt, að hann mundi verja mestum tómstundum sínum til, að „componera“, og skrif- aði „nótur“ við jarðskjálftagreinir og aðra smábitlinga oí’jóðólfs». Er þetta satt? Ha, ha, hæ! Nú er af, sem áður var! Spurull. — EMBÆTTI: Það hefir láðst eptir að geta þess, að í október-mán. þ. á. var cand. med. & chir. Fritz Zeuten settur læknir í Múlasýslum, eða umdæmi því, er síðast hafði Bjarni sál. Thorlacius. Hann fór austur með póstskipi sið- ast, og átti að fara upp á Djúpavog nú með þessu skipi á hingaðleið, en það fór sem fyrr er sagt. 19. dag október-m. síðast liðinn var cand. med. & chir. Páll J. Biöndal settur til að gegna læknisstörfum í Borgarfirði; hann er nú setztur að á Guðrúnarkoti (en eigi í Höfn í Melasveit, sem »Þjóðólfur« segir). — ‘Við þetta hefir sú breyting á orðið, að nú á landlæknir að annast lækningar í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Álptanesi, en Jón- as kennari Jónassen annars staðar í Gullbringu og Kjósars. — Mannalát: Að kvöldi 6. dags þ. m. varð kaupmað- ur Karel Robb bráðkvaddur heima í húsi sínu; sakna hans margir skiptavinir, því hann var mikið áreiðanlegur í við- skiptum, og vel efnaður, og hafði opt fremur öðrum vör- ur að selja. — Nóttina milli 7. og 8. þ. m. bar svo við, að seint að kvöldi hins 7. var maður sá, er með pósti kom að norðan, Árni son, nokkuð drukkinn, er hann fór til rekkju. Um morguninn (hinn 8.) fannst hann stirðn- aður og örendur í rúminu. (Að sent). VETUR. Vetur er kominn og vindar gjalla, vötnin og lækirnir ísklæðast skjótt; fannirnar hylja nú hliðarnar fjalla, :|: horfinn er söngfugl, en dimm lengist nótt. :: Brimaldan hamast við hamra og sker, hnípin í fjallsrótum trje standa ber; laufgrænt við hey una lömb sjer á stalli, lagðmikiil sauður þá krapsar í snjá; bóndi og kona þau búa’ inn á palli, börnin þau leika sjer gólíinu á. Þ. S. PPESTAKÖLL. — Yaitt: 24. þ. m. Kyrkjubær í Tnngu (HnSarstungu) 6ira Jóni Júnssyni Austfjúr?) á Klyppstaþ, t. 1839. — Óvaitt: Klyppstabur mei) anexíunrii Húsavík ( N»r?)nr-Múla- sýslu, meti?) 176 rd. 60 sk. — Næstl. ár voru tekjur þess metuar 268 rd. 93 sk. Prestssetriþ er rjettgó?) bújór?); túni?) er sljett, en hætt vi?) kali; engjar grósngár. og málnyta gó?>. I mo?)alári framfærir jörþin 4 kýr og vetrung, 100 ær, 80 saubi, 80 lömb og 5 besta. Kptir kyrkjnjarfcir gjaldast 8 saufcir vetnrgl., 20 pd. ullar, 60 pd. tólgar, 40 pd. smjörs og 8 lambsfófcur. Af útkyrkjnnni gjaldast 60 pd. smjörs. Tíundir eru 60 ál.; dagsverk 11; lamb6fófcur 29; offur 2. Sókuarmenn 183. Auglýst 26. f. m. Titilblað og regislur fylgir síðar. Útgefandi: »Fjelag eitt í Reykjavík». ■— Ábyrgðarmaður: Friðrik Guðmundsson. Preutafcur í lands-prentsmifcjumii 1868. Einar þórfcarson.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.