Baldur - 28.05.1869, Síða 2

Baldur - 28.05.1869, Síða 2
34 gjört við ábýlisjarðir þeirra, en hvort slíkt gæti staðizt með eignárrjettinum, kynni að vera skoðunarmál. Líti meníl á efliahag manna hjer í sýslu, og hann er, þvi miður, mjög svo tæpur, þá eru þeir fáu efnamenn, sem hjer eru, einmitt landsetar á þjóðeignunum, enda er leigu- máli á sumum þeirra svo lágur, að hinum heiðraða þing- manni mundi ekki hafa þótt vanþörf á að hækka hann á hans hjervistardögum. Þanuig er Seljaland í Fljótshverfi leigt með 3 rd. landskuld og 1 kúgildi, Botnar í Leiðvalia- hreppi með 20 ál. landskuid eptir meðalverði og 1 rd. 64 sk. í peningum, Ilrísnes, skógarjörðin mikla, með eins mikilli iandskuld og Botnar, og 1 kúgildi, Flaga með 30 ál. landskuld eptir meðalverði og 2 rd. 48 sk. í peningum og 1 kúgildi, Leiðvöilur með 20 ál. landskuld í tóig og 1 rd. 64 sk. í peningum, enda eru þeir allir efnamenn, er á þessum jörðum búa. í grein þessari er svo að orði kveðið, að kjörum kon- ungslandsetanna sje þröngvað á «ýmsan veg», og er mjer ekki með öllu ljóst, hvert þessi orð stefna, þótt nokkur dæmi sjeu tekin frara upp á þrengingarnar; en því skýrskota jeg til allra þeirra, er jeg hefi byggt konungsjarðir, að j e g ekki héfi tehið tilgjöf af nokkrum manni, og ekki lagt á landsetana neinar leyndar kvaðir. Hitt er satt, að hið eiu- skorðaða peningagjald er mönnum næsta erfitt, einkum í þessu harðæri, og væri því mjög æskilegt, að rýmkað yrði um gjaldmátann í þessu efni, en hingað til hefir það engan skaðað, því jeg hefi aldrei neitað smjöri í leigur, og opt tekið landaura og ýmislegt í landskuldir, þegar peninga hefir brostið. tað er enginn efi á, að sundurhlutun jarða í smábýli, hver sem þær á, er skaðleg fyrir velmegun manna, ef vinnuaflið ber jarðarmegnið ofurliða, og mundi því smábýlum þessum fækkað, hvað eptir og þau losna, og hefir þegar verið fækkað, þótt fundurinn hefði ekki lagt þing- manninum það ríkt á hjarta, enda er nú ekki nema einum ábúanda fleira — og stendur til góðra efna að tveimur fækki í vor eð kemur — á öllum Kirkjubæjarklausturs- og Flögu- jörðum, heldur en þegar þingmaðurinn sjálfur losnaði frá umboðinu. Það yrði hjer oflangt að rannsaka, hvað því yeldur, að Vestur-Skaptafellssýslu vegnar ver en öðrum hjeruðum, endá er það ekki tilgangur þessarar greinar, en víst má fullyrða, að þjóðeignirnar eiga í því nokkurn þátt, þar sem mestöll jarðargjöld sýslunnar ganga út úr henni á hverju ári, og nema þau eptir þriggja ára meðaltali árlega hjer um bil 1680 rd., i stað þess, að þess konar gjöld lenda til.jafn- aðar í öðrum sýslura, þar sem jarðirnar liggja, en þessi óhamingja lendir ekki fremur á konungslandsetum en bænda- eignarbúum, heldur þeim mun síður, sem þeir yfir höfpð að tala búa við betri kosti. Vestur-Skaptafellssýsla er.því mestpart lapdseti alls landsins. Af því jeg er ekki viss um, að þessi orð fái viðtöku í tjóðólfi, þótt þau ættu þar helzt heima, leyfi jeg mjer að biðja hinn heiðraða ritstjóra Baldurs að skila þeim frá mjer til ÞjÓðÓIfS. Höfbabrekku, 4. dag aprílmánabar 18G9. J. Jónsson, umbobsmabnr Kirkjubæjar- og pykkvabæjar-klaustra. Aðsent. - DM KOSNINGAR. Nýar alþingiskosningar, nýtt stjórnarskipunarfrumvarp fýrir nýtt atþingi 1869. Undir þessari yfirskript færir Þjóð- ólfur blaðsíðu 118—121 alþýðu sýnishorn af stjórnarskip- unarlegum skoðunum sínum, og einnig hugvekju um, að endurkjósa ekki «sannarlega óreiðumenn og enda vand- ræðamenn í flestum viðskiptum sínum við aðra», meðfram því, að hann teltir beztfara, að skipta ekki um þingmenn í þetta sinn. Stjórnarspeki Þjóðólfs vil jeg ekki fara orðum um, en get ekki leitt hjá mjer, að halda með því, að full nauðsyn sje á, að vanda sig á kosningum til alþingis ekki hvað sízt nú, þá ræða skal til frekari undirbúnings ef ekki til lykta hið umfangsmesta velferðarmál landsins; og vildi jeg því bæta úr því, er mjer þótti vanta hjá Þjóðólfi, þar sem hann með grein þessari viidi undirbúa kjósendur — má ske ábyrgðarmannsins sem annara — svo þeim ekki yrði á.að velja þannig til þingsins, að þeim gæti ollað á- byrgðar, ámælis og vansa andspænis þingi og þjóð, eins og hann sjálfur til tekur; þess vegna vjldi jeg vara alla kjósendur við, að kjósa eður endurkjósa til alþingis í þetta sinn, ekki einungis fyrrgreinda «óreiðumenn o. s. frv.», heldur einnig þá menn, sem í einu eða fleirum velferðar- málum landsins hafa auðsýnt og gjört sig kunna að hinum óhappasælasta þvergirðingsskap landi og lýð til óbætanlegs tjóns, og það því heldur sem uggvænt má þykja, að svo sjeu gróin eða grædd þau sár, að ekki getí þau tekið sig upp á ný, og komið málinu til alþingis aptur; líka ættu kjósendur að gjalda varhuga við, að kjósa sjer þá fyrirfull- trúa, sem annaðhvort hafa tekið Svo hroðalegum umskipt- um, að þeir nú gjörast hólmgöngumenn stjórnarinnar, er fyrrvoru ötulir frammistöðumenn þjóðarinnar, eða hið gagn- stæða, eður sém frá þingi til annars breyta svo skoðunum sínum og meiningu, að þeir ýmist gjörast fylgisveinar hins eða þessa í gagnstæða stefnu, ogláta jafnan leiðast áf öðr- um, án þess má ske beri annað til, en lítilfjörlegur hagur sjálfra þeirra, og tel jeg víst, að þetta megi álíta einhvern hinn svívirðilegasta ókost á þingmanni, sem gjörir engu kjördæmi óhult að reiða sigáhann, jafnvel þótt slíkur mað- ur kynni að láta á mannfundúm allt í veðri vaka, er kjós- endum kynni þykja geðfellt að heyrá, þykist jeg þó sann- færður um, að af slíkri fylgispeki stendur landsmönnum fremur illt en gott, þegar hún kemur fram á þingi; einnig ættu menn að forðast, að kjósa þá menn til alþingis, er sakir annars annríkis ekki hafa getað gegnt þingstörfum svo vikum eða meir hefir skipt, og hafa þannig má ske innunnið sjer tvenna þrjá dalina á dag, svo að landið hefir orðið út undan, að verða aðujótandi hinna dýrkeyptu og má ske

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.