Baldur - 28.05.1869, Blaðsíða 3

Baldur - 28.05.1869, Blaðsíða 3
35 mikilvægu aðgjörða þeirra. Ættu því allir, er kjósa vilja iandinu tii gagns og góðs, og sjálfum sjer til sóma, að kynna sjer af þingtíðindunum síðustu 6 til 10 ár, hversu þingmenn hafa staðið í stöðu sinni, sem og tillögur og að- gjörðir sumra þeirra í ýmsum áríðandi málefnum, sem aðr- ar aðgjörðir þeirra á þingi, og má ske meðfram líta aug- um sínum tii, hversu sumir kunna að hafa verið fylgispakir ýmist valdstjórninni í kláðamálinu og ýmist öðruvísi og með öðrum, áður en þeir leggjast á eitt að kjósa í hugsunar- leysi eða kæruleysi þá menn, er ekkert gagn hafa gjört á þingi, hvað heldur þá, er má ske hafa orðið þar meira skaðræðis en góðs ollandi allan sinn þingtíma, og vil jeg því engu síður en Þjóðólfur flnna orðum mínum stað í helgum ritum, sem jeg bið kjósendur láta sjer hugföst, «af þeirra ávöxtum skuluð þjer þekkja þá». G. A?)seQt. SKÁTTURINN í Gullbringusýúu og Reykjavík 1869. í blaðinu «t*jóðólfi» nr. 28—29 1. þ. m. hefir ábyrgð- armaður þess, auk þess að færa lesendum sínum fagurt dæmi upp á skáldskapargáfu sína, frætt menn um á bls. 113 «að skatturinn og hvert annað 40 flska gjald í suður- amtinu», að undantekinni Skaptafellssýslu, «sje eptir yfir- standandi árs verðlagsskrá 4 rd. 60 sk.». Jeg skal eigi leiða neinar getur að því, hvað ábyrgðarmanninum muni hafa gengið til þess, að villa svo hraparlega sjónir fyrir gjaldþegnum í Gullbringusýslu og Reykjavík, eins og liann heflr gjört í þessu efni; en hitt verð jeg að leyfa mjerað segja, að efhann þekkir ekki, eptir hverri alin kon- ungsgjöldin í Gullbringusýslu og Reykjavík eru tekin og goldin, eða hefir ekki skeytt því, þótt hann vissi það, þá mundi honum sæmra, að hætta við að gefa mönnurh slíkar upplýsingar; enda má það og virðast varúðarvert fyrir hið opinbera, að trúa slíku blaði fyrir auglýsingum sínum, sem ekki hefur eða vill taka sjer tíma til að yfirvega, hvort það er rjett, er það flytur almenningi að sjálfsdáðum, eða ekki. Höfundur þessa greinarkorns leyfir sjer því að biðja «Batd- ur» að skora á «í*jóðólf» um að biðja Iesendur sína í Gull- bringusýslu og Reykjávík fyrirgefningar á gönuhlaupi sínu, taka verðlagsskrána sjer í hönd og lesa verðið á aurateg- undinni D 23, ef ske mætti að hann gæti sansað sig sjálf- an og vildi sansa gjaldþegna á því, að skatturmn og hvert annað vættagjald til konungssjóðsins í Gullbringusýslu og Reykjavík er 8 rd. 14 sk., eða útreiknað eptir álnarvirðinu, 8 rd. 12 sk., en ekki 4 rd. 60 sk. Því skal skotið að endingu til «Baldurs» hvort hann vilji ekki eptirleiðis hafa meðferðis í hverju blaði grein, sem bendi stöðugt á vitleysur «Pjöððlfs» — því nóg er þar af þvílíkum! — undir yfirskriptinni: «Gönuhlaup í’jóðólfs». Skattbóncli í Gúllbringusýslu. UM BURTFARIR TIL AMERIKU. Þar eð það er heyrum kunnugt, að nokkrir ungir menn á og í kringum Eyrarbakka liafa í hyggju að fara til Ame- riku, eptiráskorun Wichmanns nokkurs, sem var hjer bók- haldari fyrir nokkrum árum, og að þeir jafnvel skori á fleiri með sjer til burtfarar hjeðan sýnist það eigi tilhlýðilegt, að taka greinarkorn úr «IUustreret Folkeblad», og gefa með því landsmönnum þær upplýsingar, er gæti verið nauð- synlegar fyrir þá, er hugsa kynni um að ganga í flokk með þeim, og setjum vjer hjer því greinarkorn þetta, sem er eptir danskan mann, er verið hefir í Ameriku og er vel kunnugur ástandinu í Bandafylkjunum, er Wichmann býður mönnum til: Hann segist ekki hafa þann tilgang, að hvetja eða aptra mönnum frá að fara til Ameriku, en biður að eins fjölskyidumenn og gamalmenni að líta vel í kringum sig áður en þeir fari á stað. Hjer er lífið, segir hann, svo ólíkt því, sem það er í Danmörku, að sá tekur mikla á- byrgð upp á sig, sem hvetur menn til hingaðfarar. Ame- rika er optastnær gott land fyrir þann, sem frá barnæsku hefir vanizt stritvinnu og jafnan hefir orðið að vinna fyrir lífi sínu í sveita síns andlitis; því að iðnismenn og reglu- menn geta hjer haft ofan af fyrir sjer, svo að þeir verði öðrum óháðir, nema að því leyti hver maður verðurað vera háður þeim, sem gefur honum atvinnu. Handiðnamenn, sem opt eiga bágt í Danmörku, og eru þar öðrum háðir, geta kom- izt betur áfram í Ameriku, með því þeir optastnær hjer með reglusemi og sparsemi geta lagt upp nokkuð af kaupi sínu, og yfir höfuð má segja, að sjerhver sá maður, sem þolir stritvinnu til lengdar, getur neitað sjer um margt og verið reglusamur og passasamur, geti komizt betur af í Ameriku en á Norðurlöndum. Orsökin til þess er sú, að í Ameriku vantar vinnuafl, og vinnan er því betur borguð hjer en þar. En erfiðismenn hafa þó margt við að berjast í öndverðu, og er það einkum málið og frábrugðið ásig- komulag og ástand landsins, sem ollir því. Þeir aptur á móti, sem enga handiðn kunna, og ekki hafa vanizt harðri vinnu, þeir menn, sem hafa alizt upp við alls nægtir, eða þeir, sem hafa verið i þeirri stöðu, sem útheimtir menntun og sálarkrapt, fremur en líkamlega krapta, þessum mönn- um er Amerika hæltulegt land, ef menn þar hugsa að grípa hamingjuna höndum og fá betri daga; af slíkum mönnum er meir en nóg í Ameriku, og það má álíta það sjerstaka heppni, ef nokkur þeirra kemst í viðunanlega stöðu; það er ekki einn af hundrað mönnum af þessum flokki, sem hingað koma, er geti hrósað sjer af því, að hann ,hafi hjer fengið stöðu á borð við þá, sem hann hafði á ættjörðu sinni; þótt menn sjeu að sækja dag eptir dag um ein- hverja slíka atvinnu, meðan menn hafa nokkuð að lifa af, er manni jafnan synjað og mest af því, að menn ekki eru nógu færir í málinu. í’egar ménn svo eru búnir með pen- inga sína, hafa menn að eins tvo kosti, annaðhvort, að leggja sig niður við stritvinnu, eða, eius og menn segja, að «fara í hundana». Jeg gæti bent á mörg hundruð manna, er svo hefir farið fyrir bæði í New-Yorlc, Chicago og Omaha. (Framhald síðar|.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.