Baldur - 18.10.1869, Qupperneq 3

Baldur - 18.10.1869, Qupperneq 3
75 ferð á málinu, eigi gat búizt við öðru svari frá íslandi, en svipuðu því, sem nú liggur fyrir». . Korn var ávallt að lækka í verði, nýr danskur rúgur var á boðstólum fyrir 5 rd. 80 rd.— 6 rd., en seldist ekki fyrir það verð. Almennt verð á kaffi (Brasil.) var 18—24 sk. eptir gæðum. SCÉZ-SKURÐURINN. fað er öllum kunnugt, að verið er að grafa skurð í gegn um Suéz-tangann, sem tengir saman suðurálfuna og austurálfuna. Það er nú um það leyti að þessu sje lokið. Suðurálfan er orðin að eyju. I þessum mánuði (október) verður skurðurinn opnaður og skip taka að sigla um hann fram og aptur. Tanginn hefir til þessara tíma verið eyði- mörk. Þjer þekkið allir, lesendur góðir, úr heilagri ritn- ing að Móses var að flækjast með Gyðinga í 40 ár í eyði- mörkinni. í*að vareyðimörkin austan viðþennantanga. Reka mundi Móses í roga-stanz, ef hann mætti nú líta upp úr gröf sinni, karlinn, og sjá, hversu allt er nú líf og starf- semi á þessari eyðimörk. Bæir með nokkrum þúsundum manna hafa þotið upp, vjelar eru sífellt að vinna og nóg er um mannaferðir á þeim stöðum, sem fyrir 10 árum voru mannlausar óbyggðir. Skurðurinn er 20 mílna langur (það er viðlíka vegur, eins og frá Reykjavík beina línu norður í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu), Á breidd er skurðurinn 50 faðma (300 fet) og 26 feta djúpur. Skurðurinn hefst frá miðjarðarhaö lOmíl- um austar, en Níi-á fellur í sjó. Ströndin þar var áður auð og óbyggð; nú er þar borg með 10 þúsundum manna og ágætri höfn. Hjeðan er skurðurinn lagður 5 mílna veg í gegn um stöðuvatn, og liggur við enda vatnsins borg sú, er Kantatra nefnist; þar sker þessí nýi heimsvegur hina fornu lestabraut, er liggur í milli Sýrlands, Persalands og Egyptalands. Þá gengur skurðurinn tveggja mílna veg gegn um háls þann, er nefnist El-Guisr, og liggur 100 fetum hærra, en botn skurðarins. Á miðjum tanganum gengur skurðurinn gegn um Timsa-vatnið. Þar er eins konar höfn á leiðinni, og má þangað flytja allar nauðsynjar gegn um vatns-skurð þann, sem grafinn er úr Níl-á og hingað. Við vatnið liggur bær sá, erheitir Ismailia; hann var eng- inn til fyrir fám árum; nú eru þar 5000 manna. Tveggja mílna veg hjer í suður gengur skurðurinn gegn um hálsana við Serapeum og síðanj Beizkju-vatnið (Bittersöen). Það er 7 mílna langt, og vill svo vel tíl, að botn þess liggur lárrjett áfram jafnhátt (í «niveau») við botn skurðarins, svo að það hefir sparað eigi all-lítinn gröpt. Síðan gengur skurðurinn enn míluveg gegn um háls, og svo um flatlendi út í rauða haöð fram hjá bænum Suéz. Svo sem fyrr sagði jeg, verður skurðinum lokið og byrjað að nota hann í þesum mánuði, og hafa forstöðu- mennirnir við gröptinn boðið að greiða 90,000 rd. sekt fyrir hvern mánuð, er verkið drægist. í*etta ógurlega mannvirki var haffð í febrúar-mánuði 1859, og verðurþví þannig lokið á liðugum 10 árum, enda heffr það, þá er því er lokið, kostað alls 100 millíónir ríkis- dala. Reykjavík, */,„ 69. J. Ól. LEIÐRJETTING. — Það heffr opt áður staðið ýmislegt í blaðinu «Baldri», sem mjer hefur komið til hugar að leiðrjetta, af því það hefur verið ranghermt. Jeg heö þó sleppt þessu hingað til, en nú í þetta sinn ætla jeg þó að nefna tvö ný atriði, og biðja blaðið að taka leiðrjetting á þeim. Hið fyrra er í 16.—17. nr. «BaIdurs» þ. á. í "útlendum frjettum», þar sem þjer talið um kosningarnar í Ardéche ; því að af biöðunum má sjá, að prestur sá, er þjer getið um, hefur neitað því, að saga sú, er þjer haöð tekið upp eptir öðrum blöðum, væri sönn, og haöð mál á hendur þeim, er þessu hefur upp lostið, og er þá ljóst, að söguna verður að álíta hæfu- lausa, meðan sögumaður hefur eigi fært sönnur á mál sitt móti skýlausri neitun prestsins. Hið síðara atriði er saga sú, sem sögð er í sama nr. blaðs yðar með fyrirsögn «merkiiegur atburður». Að vísu veit jeg vel, að þessi saga hefur staðið í mörgum blöðum útlendum, og kenni jeg yður því eigi um, að þjer haöð viljað misherma neitt með ásetningi í henni. En hið eina, sem satt er í sögunni, er það, að kona þessi (Barbara Ubryk) sem þjer talið um, var vitskert. Hafði borið á því áður, en hún fór í þetta klaustur, en þó var hún heilbrigð að sjá fyrstu árin eptir að hún kom þar. En síðar varð hún vitskert, og varð þá að setja hana í virki sakir æðis hennar. En að meðferðin á hinni sjúku konu haö verið góð í alla staði og ólík því, sem frá er sagt í blaði yðar, sjest bezt á orðunum í áliti því, er rannsóknarnefndin heör kveðið upp, og svo hljóðar: «Meðferðin á Baböru Ubryle getur ehki verið refsingarverð. Rannsóknin hefur leitt í Ijós, að Karmélitanunnurnar hafi farið í alla staði vel með hana» («Le Monde« 21. ágúst 1869 eptir «LaPresse», sem kemur út í Vínarborg). Reykjavík, 25. sept. 1869. J. B. Baudoin. MEÐFERÐ STJÓRNARMÁLSINS Á SÍÐASTA Í’INGI. Það eru margir, sem eðlilegt er, nú þegar alþingi 1869 er lokið og þeir líta í huganum aptur yör hið mikla aðal- mál, sem þingið hafði til meðferðar, og aðgjörðir þess í því, sem nú spyrja sjálfa sig: «Hvað gat pingið gjört í pessu máli? hvað átti pað að gjöra? og hvað gjörði pað?» Sumir kynnu nú að verða skjótir til svara, að þvi, er hið fyrsta atriði snertir, hvað þingið gat gjört. Þeir munu segja, að þing vort sje að lögum að eins ráðgefanda þing, og með því («eo ipso») sje það auðgeöð, að það gat að eins látið íljósi álit sitt um málið, beðið konunginn áþessa leið, að frumvörpin um þetta mál yrði lögleidd, annaðhvort

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.