Tímarit - 01.01.1871, Side 1
1.
Nokkrar almennar athue/asemdir um hin helztu at-
riði fyrir lögmeeti samninga og annara skjala.
Samningar manna á meðal eru gildir og órjúfan-
iegir að lögum, hvort sem þeir eru munnlegir eða skrif-
legir, og þurfa almennt eigi að vera vissum formum
bundnir, einungis verða þeir, er þá gjöra, að vera mynd-
ugir og fullveðja menn, eins og líka það, sem um er
samið, eigi má vera gagnstætt lögum og velsæmi. En
þótt nú þessi lagaregla, að samningar, svo bindandi séu,
eigi þurfl skriflegir að vera, eða vissum formum bundn-
ir yflr höfuð að tala, sé sönn og rétt, þannig að sá,
er lofar, hvort sem hann gjörir það skriflega eða munn-
lega, er skyldugur að efna loforð sitt, er það þó rétt-
ara og hagfelldara, að þeir, er samning gjöra sín á milli,
semji hann skriflega, ogþað af fleirum en einni ástæðu.
Fyrst og fremst er það nauðsyniegt að hafa samninginn
skriflegan, þegar hann er langur og margbrotinn, þar eð að
öðrum kosti livorki þeir, er gjöra hann, né þeir vottar,
er við kunna að vera staddir, þegar tímar líða, geta
munað eða borið vitni um það, er samið var, svo að
báðir málspartar af þessari ástæðu geta orðið fyrirmiklu
fjártóni. Allir áríðandi samningar verða því að vera í
skriflegu formi, svo að vissa fáist fyrir efni þeirra.
Skriflegir samningar hafa einnig að lögum ýms réttindi
fram yfir munnlega samninga, þannig geta menn með
1