Tímarit - 01.01.1871, Qupperneq 5
5
Þar eð full lagasönnun fyrir undirskript hlutaðeig-
anda fyrst er fengin, þegar vottar þeir, er ritað hafa
nöfn sín undir hinn gjörða samning, hafa staðfest vott-
orð sitt með eiði á þann hátt, sem áður er umgetið, og
vottar þessir, þangað til þeir eiðfestir verða, geta dáið
eða að öðrum kosti misst traust það, er að lögum má
bera til þeirra, er það hið vissasta og bezta, að hlut-
aðeigandi skrifl nafn sitt undir samninginn eða kannist
við undirskript sína í viðurvist þess embættismanns, er
kallast Notarius publicus, sem sýslumenn og bæarfóget-
ar hér á landi auk annars eru, og láta hann með tveimur
tilkvöddum vottum rita vottorð sitt á skjal það, sem hlut-
aðeigandi málspartar í viðurvist hans hafa undirskrifað
eða kannast við, og að því búnu orðrétt bóka það í em-
bættisbók sína; því á þenna hátt fæst bæði óræk laga-
sönnun fyrir undirskript hlutaðeiganda, sem og vissa
fyrir því, að samningurinn eða skjaldið eigi verði fals-
að. Öll áríðandi skjöl og samningar ættu því af hlut-
aðeigandi málspörtum að undirskrifast eða viðurkennast
i viðurvist áðurgreindra embættismanna; með því og
kostnaðinn eigi er að telja í því efni í samanburði við
þá réttprvissu, sem þannig ávinnst fyrir hlutaðeigend-
ur. I stöku tilfellum er það í lögum boðið, að vottar
skuli viðstaddir vera, þegar samningar og önnur skjöl
eru gjörð, og rila nöfn sín undir þau, svo að form þetta
má álíta nauðsynlegt fyrir þeirra lagagildi. Þannig á
sá, er arfleiðsluskrá gjörir, að því fyrir er mælt í til-
skipun 25. septbr. 1850 23. gr., annaðhvort að hafa
ritað nafn sitt undir hana, eða kennzt við hana ann-
aðhvort fyrir Notarius publicus eptir því, sem fyrir er
skipað í opnubréfi 8. janúar 1823, eða fyrir tveim vitn-
um, er tilkvödd hafa verið í því skyni, og ritað á arf-