Tímarit - 01.01.1871, Side 10
10
er eigandi að hálfu búinu, og maðurinn er skyldur tíl
þess að sjá fyrir henni eptir megni, sbr. dönsku laga
5—1—10.
Ekkjur og þærkonur, sem eruaðlögum skildar við
menn sína, eru án tillits til aldurs almennt að álíta sem
fulimyndugar, þannig að þær að eigin vild geta stjórn-
að fjármunum sínum og skuldbundið sig í samningum
við aðra. í dönsku laga 3—17—41 er þess reyndar
getið, að ekkja megi eða eigi að taka sér lögráðanda,
sem veiti henni aðstoð sína og ráð í öilu því, er áríð-
andi má þykja, og sem eigi til vitundar með henni að
skrifa undir samninga þá, er hún gjörir; en lagagrein
þessi er skilin þannig, að ekkjan megi sjálf ráða því,
hvort hún vilji taka sér lögráðanda eða ekki, eins og
líka dómstólarnir álíta þá samninga, sem af henni eru
gjörðir, góða og gilda, þótt lögráðandi ekki hafl skrifað
undir þá með henni. Samt sem áður er það ráðiegast
að sá, er samning gjörir við ekkju, sjái svo um, að
lögráðandi undirskrifi hann með henni, sem og jafnan
á að fylgja, þegar lögráðandi er settur ekkju af yfir-
valdinu, en ekki er kjörinn af henni sjálfri, því sé svo
má ekkjan hvorki selja eða veðselja fasteignir sínar, né
ganga í borgun fyrir skuldum, nema því að eins að
hennar skipaði lögráðandi skrifl undir slíka áríðandi
samninga með benni. Eptir norsku laga 1—21—9 geta
ekki ekkjur eða myndugar konur gengið í borgun fyrir
sakamenn.
Eins og það er nauðsynlegt fyrir gildi sanniinga,
að þeir séu gjörðir af myndugum mönnum, svo er það
og ekki síður eðiilegt, að þeir séu gjörðir með frjáls-
um vilja, og að jáyrði ekki sé fengið með svikum og
prettum, eða hafi rót sína í vanþekkingu eða ókunnug-