Tímarit - 01.01.1871, Side 22
22
í sömu fasteign, hafi hið yngra áður verið þinglesið,
hafi það áður en hið eldra verið sýnt hlutaðeigandi em-
bættismanni til undanfarandi bókúnar í afsals- og veð-
bréfabókina, sé það lesið á hinu í hönd farandi mann-
talsþingi, sem og hafi hið yngra verið fyrir fram bók-
að en eigi hið eldra, þó bæði séu lesin á sama mann-
talsþingi. Að öðru leyti er þinglesturinn álitinn að ske
á sömu tíð, enda þótt eitt skjal lesist nokkru fyrr en
hitt, sé það á sama þingdegi eða manntalsþingi, þó
þannig, að ekkert skjat, sem eigi afhendist til lesturs
fyrr en eptir byrjun þingsins, getur komið til álita gegn
því, sem fyrr er af hendi látið.
I Reykjavík eiga skjöl þau, sem eptir aðalreglu
þeirri, er áður er getið, verða að þinglesast, að lesast
á þeim reglulegu þingum. er þar haldast á viku hverri,
og gilda þar í tiliiti til lesturs slíkra skjala, sem að
framan er getið, hinar almennu reglur í dönsku lög-
um og þar tilheyrandi tilskipunum, þanníg að það af-
sals eða veðsetningarskjal, sem lesið er á hinu fyrsta
eða öðru þingi, eptir að það er út gefið, hefir iagakrapt
gegn þriðja manni frá þeim degi, að það er dagsett;
en sé það lesið síðar, það er í ótíma, hefir það laga-
gildi frá þeim degi að það er lesið á þingi.
í opnu bréfi frá 28. apríl 1841, sem inniheldur ná-
kvæmari ákvörðun við 4. gr. á tilskipun 24. apríl 1833,
er svo fyrir mælt, að þegar einhver á fslandi afhendir
skjal til lesturs á mannlalsþingi, sem hann óskar að
honum verði strax aptur skilað, eptir hina undanfar-
andi innteiknun, þá megi slíkt ske með því skilyrði, að
hann auk þess að borga þinglýsingarkaup og hálf-pro-
centugjald til konungssjóðs eptir tilskipun 8. febrúar
1810, þegar svo stendur á, að það gjaldast eigi, jafn-