Gangleri - 01.12.1870, Page 32

Gangleri - 01.12.1870, Page 32
32 1853 Með vetrarkomu byrjuðu hríðar og spilliblotar, er hjelzt víðast norðanlands íram í miðgóu; vor var þá kalt með hretum. Þenna vetur viðraði betur á Suðurlandi. 1855 var vetur í harðara lagi írá jólaföstu til miðs ein- mánaðar, með jarðleysi og snjó miklum; líka var haffs þá fyrir norðan land. 1857 var vetur harður til miðgóu nyrðra, enbetri syðra; vorið var kalt með hríða hretum og hafísreki með landi fram; til Austfjarða rak hann fyrst að landi umjól. Þetta ár gekk fjárkláði mikill á Suðurlandi er hafði byrjað. 1855 Var vetur mjög harður frá því fyrir nýár með mesta fannkyngi, allt þar til í fyrstu viku sumars. Hafísþök voru fyrir Norðurlandi, allt frá Breiðafirði að vestan suður að Horni að austan, allt fram í far- daga; skáru þá margir af pening sínum á útmán- uðum. Fyrir sunnan var vetur betri framan af, en á Vesturlandi var hann líkur og nyrðra, og varð þar nokkur fjárfellir. Bjargarskortur var þá líka mjög mikill manna á milli. Grasvöxtur varð lftill, og nýting í verra lagi. Hin næstu missiri Iiaíði nú fjársýki gengið mikil um Suðurland; hafði hún þar fækkað mjög sauðfje manna, og gjört búendum hið mesta tjón; en fyrir norðan hafði niðurskurður verið skipaður á sauðfje í Húna- vatnssýslu vestan megin Blöndu, og hafði sú ráð- stöfun góðan árangur fyrir seinni tíma. 1863 var vetur frá byrjun harður á Norður- og Vestur- landi, og veðurátta óstöðug; á Suðurlandi snjó- minna en umhleypingasamt. Vor var kalt vestra

x

Gangleri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.