Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 6

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 6
22 óhollum lopttegundum, setur sig á slímhimnuna í munnínum, einkum í kokinu, gjörir þar fyrst nokkurs konar æsing (Irrita- tiori) í blóðrásinni, svo að kverkarnar bólgna að innanverðu, og er mygglan fellur einhverstaðar af, komast smáagnirnar inn f í blóðið, margfaldast þar, og hafa þau banvænu áhrif, að þær setja banvænt magnleysi í allt vöðva- og mænujterfið, en líka getur mygglan vaxið svo mjög, að hún alveg lokar fyrir and- rúmið og kæfir börnin. Sóttnæmi þetta verður stundum svo megnt, að það tekur /o ungt fólk, og jafnvel fullorðna menn, og þannig hafa menn dæmi til, að nafnkunnur læknir í Parísarborg, sem bæði var vel að sjer og ágætur rithöfundur, fjekk veikina af því, að á meðan hann var að skoða upp í veikt barn, fjekk það hósta, svo að lítið stykki af mygglunni hrökk upp í munn læknisins, /fog varð þetta hans dauðamein. Nú með því að myggla þessi fyrst myndast af óhollum dýraefnislegum frumefnum [Organogene Stoffer), þá mega allir sjá, hve mjög það sje áríðandi, að and- rúmsloptið í kring um börn sje bæði nægilegt og hreint, svo að eigi þurfi að kakka þeim saman á þann hátt, að gufan af þeim 20 eða einhver vond gufa af rotnuðum efnum, t. a. m. saur, rotnuðu þvagi eða stækju, nái að valda slíkri hættulegri mygglu- myndun. Á hinn bóginn verða menn og að gæta þess, að með því myggla þessi allra-helzt myndast í saggafullum bæjum, þá ríð- ojur á, að halda herbergjunum sem hreinustnm og þurrustum, sópa og þvo allt sem vandlegast, og halda andrúmsioptinu sem þurrustu, og heldur hlýju, ef kostur er á. Fyrir nokkrum árum kom veiki þessi sem víðar á bæ einn hjer í grennd, er lá í mýrlendi, og var þess vegna eigi 30 auðið að halda honum saggalausum; veikin var íjarska-illkynj- uð og bráðdrepandi; hún drap fyrst 2 börn, en síðan fór hún í fullvaxta stúlku og varð henni að fjötjóni á fáum dögum. Allir, sem komu í þennan bæ, að mjer einum undanteknum, fundu þá þegar til hálsveiki, og hefðu án efa farið sömu leiðina sem .Vbörnin, hefðu þeir átt að dvelja þar lengi. Jeg brenndi myggl- una í hálsinum með hinum þá vanalegu brunalyfjum, en það

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.