Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 10

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 10
26 að stöðva hana með niðurskurði; aðrir vildu lækna, og báðu fjandann sjálfan að hafa allan niðurskurð, hversu almennur sem hann svo væri á meginlandinu. "Þessi vitleysa var og svo í frammi höfð við kláðann fyrir tveimur öldum»,sögðu þeir, «eu 5 hver ætli nú fari að skera, þó kindur fái kláða»? «Sóttin hlýtur eflaust að vera læknanleg, ef rjett er að farið», sögðu ýmsir náttúrufræðingar, enda hættu nokkrir rnenn nú á það á Englandi, sem aldrei hefur áður verið um hönd hafti Evropu, það, að reyna til að lækna nautapestina. Þessi óvanalega til- /O raun tókst vonum fremur, eins og sjá má af enska blaðinu Scotsman 9. d. aprílm. 1866, því þar segir svo: Alls varð veikt af nautpeningi 213,675. Þar af var drepið veikt . . 48,508. Úr veikinni dó — . . 121,571. /s Heilbrigt var drepið . . . 45,489. Læknað var.................... 29,741. Því miður voru lækningatilraunirnar eigi almennt við hafðar, fyr en farið var að ganga fram af öllum, og allir sáu, að sóttin gaus upp, þar sem minnst varði, þrátt fyrir allan nið- urskurð. Um sama leytið og menn voru að þrátta um það, hvort sýkin mundi innlend eða eigi, fann lærður Ameríkumaður hina sönnu undirrót hennar; hann sýndi og sannaði, að hún væri komin af nokkurs konar eitraðri svepptegund, sem myndaðist í ■ZS saur þessara dýra, og sem vel mætti eyða, ef rjettilega væri að farið, og þykir það hafa verið merkileg uppgötvun. Af þessu, sem nú er sagt, og mætti þó ótal fleiri dæmi til færa, vona jeg að öllum skynsömum mönnum skiljist það, að mjög varlega verður að fara með öll rotnuð dýra-efni og jurta- 30 efni, og að aðalráðið til að gjöra þau skaðlaus, er að fyrir- byggja rotnunina, og þetta má, ef rjett er að farið, gjöra með ýmsu móti, og það á þann hátt, að það verði manni til mikilla nota. Allar dýraleifar eru hin bezti áburður, ef rjettilega er með þær farið, og til þessa eru margir vegir, en af þeim 35 öllum er sá, er nú skal greina, hinn einfaldasti og áreiðan- legasti.

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.