Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 12

Heilbrigðistíðindi - 01.03.1872, Blaðsíða 12
28 slori og soði, er eigi er til matar haft, samt öllum þeim bein- um, smábrotnum, er menn gætu náð í. Jeg ímynda mjer, að slíkt hús ætti að standa á húsabaki, gagnvart, en þó nokkuð frá eldhúsi, og mætti þá og svo í það hella ýmsu skolavatni, Aí stað þess, að menn nú sumstaðar hella því út skammt fyrir utan bæjardyrnar í hina svo kölluðu bæjarfor, þar sem það er til hinnar mestu óhollustu, og getur geíið tilefni til hættulegra sjúkdóma. það kann nú mörgum að virðast, að þetta sjebæðibund- /o ið kostnaði og fyrirhöfn, og það kann að virðast svo í fljótu bragði, en þegar menn íhuga, hve mikið gagn má hafa af þessu, eigi að eins til þess að bæta heilsuna, heldur og til þess að atika grasræktina og kálgarðaræktina, þá vona jeg, að þetta finni meðmæli skynsamra manna. # HEILSUFAR. Þótt heislufar sem stendur eigi að heita bærilegt hjer í Reykjavík og á Álptanesi, heyra menn þó, að um suðurnes eru sumstaðar að stinga sjer niðurýmisleg veikindi. Handabólgan, sem hjer gekk í fyrra fram eptir öllu sumri, hefur nú einnig ■20 stungið sjer niður suður með sjó, og er sagt, að 4 ungir menn hafi dáið þar úr henni. Nokkrir hafa og dáið úr taki, og er mælt, að fjórir af þeim hafi verið kenndir áður, og einn sjó- maður, Andrjes að nafni, að austan, varð bráðkvaddur suð- ur með sjó um páskana, og er mælt, að hann hafi þá verið jS drukkinn. t*að virðist nú rætast, sem Atli sagði, að þau tíðkist nú hin breiðu spjótin, og er mikið hörmulegt til þess að vita, að ungir menn skuii fara sjer að voða með þessum munaði, er þeir eru að kaupa dýrum dómum, en lifa þó margir hverjir 3o við illt viðurværi og óhollan aðbúnað. Jeg skora á alla vei- viljaða óg skynsama menn, að skýrá mjer brjeflega frá, nær sem þeir verða þess varir að sjómenn eða aðrir verða veikir af völdum brennivínsdrykkju eða af kaffinautn, því að svo eru nú þessir hlutir seldir með ærnu verði, að almenningur hefur js fullkomna heimting á, að þeir sjeu ósviknir, og þannig úr

x

Heilbrigðistíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.