Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Síða 1

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Síða 1
Landstjórn. Nú á síðari árum eru íslendingar mjög farnir að láta til sín taka um stjórnarmálefni, og hreifa við mörgu því, er um mörg ár og jafnvel um margar aldir hefur legið í þagnargildi, og er fá- um hefur til hugar komið að breyta þyrfti eða breytt yrði. Af þessum rótum var stjórnarskráin runnin. Síðan hún kom út 1874, hafa hreifingar þessar farið fram með meiri kyrrð en hin næstu ár á undan, og eigi borið jafnmikið á afskiptum landsmanna á stjórnarmálum. Sumum áhugamönnum hefur þótt þetta vottur um deyfð og apturför, en svo er í rauninni ekki; má það marka af blöðunum, er nú eigi síður en áður hafa almenn þjóðmál að umtalsefni, og sömuleiðis af fundahöldum manna, er að minnsta kosti sumstaðar fremur munu fara í vöxt en minnka, og ekki sízt af hinum mikla sœg af bœnarskrám og tillögum, er komið hafa til tveggja hinna fyrstu löggjafarþinga, einkum til síðasta þings; því að þótt margt af því hafi verið smámál, og sum þeirra ef til vill óþörf eða í ótíma upp borin, þá bera þau þó vott um það, að landsmenn eru teknir að hafa mikinn hug á umbótum og alla viðleitni til að nota sjer stjórnfrelsi það, er þeim er veitt með stjórnarskránni. Frá því er sagt í landstjórnarbálkinum í fyrra árs frjett- um, að þá voru þrjú stórmál á dagskránni, en það voru skatta- málið, landbúnaðarmálið og skólamálið. J>ótti landsmönnum miklu varða um þessi mál, hversu þau mundu fara, og fýsti mjög að vita, hverjar viðtökur þau mundu fá, er til stjórnar og þings kœmi. Nú varð sú raunin á, að af þeim kom eigi nema skattamálið eitt til þings að þessu sinni; landbúnaðarmálið var enn látið bíða þingsatkvæða, en skólamálinu rjeð stjórnin sjálf til lykta að nokkru leyti, án þess að þingið fengi þar nokkru um að ráða, og mun nokkuð sagt af því síðar. Auk þessara þriggja mála höfðu landsmenn nú í undirbúningi mörg önnur mál, meiri og minni; voru mörg þeirra gjörð að blaðamálum. FkJBTTIK FRÁ ÍSLANDI. 1

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.