Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 2
2 LANDSTJÓRN. Um vorið voru víða í hjeruðum haldnir fundir, til að búa málin undir alþingi, er lialda átti að sumrinu. Bezt voru fundir þessir sóttir norðanlands, enda er Norðlingum, enn sem komið er, bezt sýnt um öll fundarhöld og annan íjelagsskap í almennum málum. í einu kjördœmi landsins varð nú autt þingmannssœti; það var í Norður-Múlasýslu; hafði annar þingmaðurinn þar, Páll Ólafsson á Hallfreðarstöðum, sagt af sjer þingmennsku, og var í hans stað kjörinn Arnljótur prestur Ólafsson að Bœgisá. Sömuleiðis höfðu orðið tvö skörð í sess hinna konungkjörnu þingmanna, þar sem J>órður Jónassen háyfirdómari þág af kon- ungi lausn frá þingmannsstörfum fyrir ellisakir, 14. maí, en Ólafur prófastur Pálsson var dáinn 4. ágúst árið áður. í stað þeirra kvaddi konungur aptur til þingsetu Magnús Stephensen yfirdómara og Árna Thorsteinson landfógeta, 14. mai. Alþingi var sett í Keykjavík 2. dag júlímánaðar. þ>að var hið 16. þing, en 2. löggjafarþing. Á þessu þingi voru allir alþingismenn, 36 að tölu. Skiptust þeir svo i þingdeildirnar, sem verið hafði á næsta þingi á undan. Forseti hins samein- aða þings var kosinn Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn, cn varaforseti Halldór Príðriksson; þingskrifarar urðu Eiríkur Kúld og ísleifur Gíslason. Forseti í efri þingdeildinni varð Pjetur hiskup Pjetursson, en varaforseti Eiríkur Kúld; skrifarar: Beni- dikt Kristjánsson og Magnús Stephensen. Forseti í neðri deild- inni varð Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn, en varaforseti Jón Sigurðsson frá Gautlöndum; skrifarar: Halldór Friðriksson og ísleifur Gíslason. Fyrir skrifstofustjóra var tekinn utan- þingsmaður: Kristján Jónsson, kandídat í lögfrœði. — Lands- höfðingi Hilmar Finsen var á þingi af hálfu konungs og stjórn- ar. Hann setti þingið og lagði fyrir deildirnar frumvörp stjórn- arinnar. J>au voru 19 að tölu, og voru 10 þeirra lögð fyrst fyrir efri þingdeildina, en 9 fyrir neðri þingdeildina. Af frumvörpum stjórnarinnar náðu þessi fram að ganga á þinginu: 1, frumvarp til fjárlaga fyrir árin 1878 og 1879, staðfest af konungi sem lög 19. dag október- mán. 1877;

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.