Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 8
8 LANDSTJÓRN. fyrir þingið, enda mundí eigi þinginu vinnast tími til að koma því af sökum annara anna. Aptur gekk stjórnin fram hjá þinginu með skólamálið, sem fyr er getið, þar sem ráðgjafinn gaf út nýja skólareglugjörð fyrir hinn lærða skóla í Reykjavík, 12. júlí, að miklu leyti byggða á frumvarpi skólanefndarinnar. Hins helzta úr efni hennar verður getið í menntaþættinum síðar. J>ar á mót frestaði stjórn- in að gefa út reglugjörð fyrir prestaskólann, og við gagnfrœða- skólann á Möðruvöllum vildi hún eigi fást að svo komnu, held- ur leita frekari upplýsinga; en þingið tók hjer í strenginn sem fyr er sagt. Eptir bendingu þingsins var nú með konungsúrskurði 7. nóv. af tekin þóknun sú (500 kr. á ári), er fyrri dómarinn í landsyfirrjettinum hefur haft fyrir það, að snúa á dönsku dómsgjörðum í opinberum málum og gjafsóknarmálum, er skotið hefur verið til hæstarjettar. J>ar sem þingið hafnaði frumvarpinu til fjáraukalaga fyrir árin 1876 og 1877, komst stjórnin í nokkurn vanda, er hún var búin að útborga nokkurn hluta af fje því, er hún nú vildi fá veitt með fjáraukalögum. J>að var viðbótin við skrif- stofukostnað amtmanna. Úr þessu rjeð stjórnin þannig, að hún bauð, að halda eptir jafnmiklu af launum amtmanna, sem næmi þeirri upphæð, er útborguð hefði verið um of. Út af fyrirspurn frá Ágúst Thomsen kaupmanni, ciganda Elliðaánna, um það, hvort laxveiðalögin 11. maí 1876 mein- uðu honum að hafa þvergirðingar í þessum ám, svaraði ráð- herrann því, að lögin ekki meinuðu þetta. Hjelt Thomsen því áfram að veiða lax með þvergirðingum eptir sem áður. En þetta vakti megna óánœgju hjá mörgum, með því að þeim þótti lijer gjörð ólögleg undantekning frá almennum lögum. Málið komst fyrir þing sem uppástunga til þingsályktunar um að skora á landshöfðingja að hlutast til um, að lögreglustjórnin tœkiupp þvergirðingarnar í Elliðaánum; en þingið vatt því af sjer, með því að það væri dómsmál. En svo var óánœgjan megn með þessa veiðiaðferð, að hafa varð vörð við laxakisturnar um nœt- ur; en eigi að síður komust þó nokkrir bœndur að kistunum eitt sinn, og rufu þær. Annars hafa laxveiðalög þessi valdið

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.