Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 11
LANDSTJÓRN. 11 Amtsráðin hafa nú ákveðið yfirsetukvennahjeruð á öllu laudinu. Árið 1876 hafði það verið gjört í norður- og austuramtinu, en nú var það gjört í hinum ömtunum. Yíir- setukvennahjeruðin eru: í Skaptafellssýslu 11, í Vestmannaeyj- um 1, í Kangárvallasýslu 11, í Árnessýslu 15, í Gullbringu- og Kjósarsýslu 11, í Borgarfjarðarsýslu 6, í Mýrasýslu 5, í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu 9, i Dalasýslu 4, í Strandasýslu 4, í Barðastrandarsýslu 7, í ísafjarðarsýslu 11, í Húnavatns- sýslu 9, í Skagafjarðarsýslu 9, í Eyjafjarðarsýslu 11, í þúngeyj- arsýslu 14, í Norður-Múlasýslu 10, í Suður-Múlasýslu 10. Landshöfðinginn gaf nú 15. nóv. út nýja yfirsetukvennareglu- gjörð, er landlæknirinn hafði samið. Af fje því, er alþingi 1875 hafði veitt til fátœkustu brauða fyrir árið 1877 veitti landshöfðingi í apríl nokkrum prestaköllum nokkrar krónur hverju (46—20 kr.), og auk þess Stað í Súgandafirði 300 kr. og Presthólum 200 kr., báðum með því skilyrði, að um þau brauð yrði sótt fyrir 31. ág. Nú var það ekki gjört, og þar að auk losnaði Kvíabekkjarprestakail, er áður hafði fengið uppbót. Fje því, er þannig varð afgangs Var aptur skipt í september. Mývatnsþing fengu 200 kr., Álptamýri og Flatey 100 kr. hvort, og nokkur önnur minni upphœðir (60— 20 kr.). Skipun embœttismanna var á þessa leið: Landshöfðingi Hilmar Finsen fór utan um vorið fyrir þing. í fjurvist hans gegndi amtmaður Bergur Thorberg lands- höfðingjadœminu (frá 26. marz til 7. júní). Á. skipun landsyfirrjettarins varð nokkur breyting. Háyfirdómaranum pórði Jónassen var 24. maí veitt lausn frá þessu embætti frá l.júlí. En 7.. nóv. var háyfirdómaraembættið veitt Jóni Pjeturssyni og fyrra yfirdómaraembættið Magnúsi Stephensen. Landfógeti Árni Thorsteinson var um tíma settur til að gegna öðru yfirdómaraembættinu og dómsmálaskrifara- embættinu. Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu Eggert Briem, er fengið hafði veitingu fyrir Húnavatnssýslu, var 12. apríl leyft að vera kyrrum í Skagafjarðarsýslu, en Húnavatnssýsla var apt- ur s. d. veitt Lárusi Blöndal, sýslumanni í Dalasýslu. Dala-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.