Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 13
LANDSTJÓRN. 13 vallasýslum í stað Tegners læknis, er fengið kafði lausn, var læknaskólakennari Tómas Hallgrímsson settur 28. júní, og síðan kandídat í læknisfrœði Guðmundur Guðmundsson 23. júlí. — Sú breyting var gjörð á læknahjeruðunum, að 8. læknishjerað skyldi taka yfir alla Húnavatnssýslu, nema Bólstaðarhlíðarhrepp, er fylgja skyldi 9. læknishjeraði eptir sem áður. Við latínuskólann var settur tímakennari (í frakk- nesku) kand. Sigurður Jónassen, söngkennari kand. Steingrímur Johnsen, og leikfimiskennari stúdent Ólafur Eósinkranz í stað Steenbergs, er fjekk lausn.— Organleikari við dómkirkjuna í Keykjavik var settur Jónas Helgason. Heiðursmerki dannebrogsmanna var 24. maí af kon- ungi veitt Halldóri prófasti Jónssyni á Hofi í Vopnafirði, áður riddara, og riddarakross sömu orðu s. d. yfirdómara Magnúsi Stephensen, og 31. ág. rektor Jóni forkelssyni. — Heiðurs- gjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. voru þetta ár veittar Guðmundi prófasti Einarssyni á Breiðabólstað 200 kr. fyrir miklar jarða- og húsbœtur m. fl., og Jónasi bónda Símonar- syni á Svínaskála í Suður-Múlasýslu 120 kr. fyrir steinhúsabygg- ingar, sögunarmylnu, góða sjómennsku m. fl. Um dóma og málaferli hefur optast verið getið í frjett- um þessum, að því leyti sem málin hafa verið álitin sjerlega þýðingarmikil eða þá vakið eptirtekt almennings í meira lagi. Hjer skal að eins minnzt á eitt mál, er enn kom fyrir um dómsvald lögreglustjórans í fjárkláðamálinu, og nú var dœmt í landsyfirrjetti. J>ess er getið í fyrra árs frjett- um, að landsyfirrjetturinn ónýtti þrívegis mál, er lögreglustjór- inn hafði dœmt, af þeirri ástœðu, að hann hefði eigi haft lög- legt dómsvald. Hæstirjettur staðfesti dóm landsyfirrjettarins með dómi 30.jan. 1877. Nú hafði lögreglustjórinn fengið kon- unglega umboðsskrá 26. sept. 1876, þar sem honum meðal annars var veitt dómara- og fógetavald í öllum lögreglumálum, er snerta fjárkláðann, hvar á landinu og á hverjum tíma sem væri. Hugði hann nú dómsvald sitt órœkt, og í því traustj dœmdi hann enn til sekta mann nokkurn, er óhlýðnazt hafði fyrirskipunum hans. Máli þessu var skotið til yfirrjettarins, en

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.