Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 14

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 14
14 LANDSTJÓRN. hann dœmdi enn dóm undirrjettarins ómerkan, með því að hann væri dœmdur af manni.er eigi hefði löglegt dómsvald. Astœður yfirrjettarins fyrir þessum dómi voru þær, að umboðsskrá sú, er veitti lögreglustjóranum dómsvald, kœmi í bága við stjórnar- skrána, því að með því að umboðsskráin fœri fram á að taka allt dóms- og fógetavald í öllum lögreglumálum, sem snerta fjárkláðasýkina, um allt land, frá hinum verulegu dómurum og fógetum og fela það á hendur einum manni á hans eigin ábyrgð um ótiltekinn tíma, þá væri þetta sú breyting á skipum dóms- valdsins, sem eptir 42. gr. stjórnarskrárinnar ekki yrði ákveðin nema með lögum. Hinsvegar gæfi 13. gr. stjórnarskrárinnar ekki heimild til, að veita einstökum manni umboð eða vald til að dœma heilan flokk mála, hvar sem þau koma fyrir og um ótiltekinn tíma, þó að veita mætti umboð til að dœma eitt ein- stakt tiltekið mál, með því að það hefur áður komið fyrir. Svo sem vænta mátti, vakti yfirrjettardómur þessi mjög mikla eptir- tekt víða, með því að það var í fyrsta sinn, að ráðgjafinn hef- ur verið dœmdur að hafa beitt stjórnarskránni ranglega. Og hins vegar 6x vegur landsyfirrjettarins við málið, þar sem hann sýndi svo berlega fullkomna óhlutdrœgni með því að ganga þannig í berhögg við stjórnina. í landsyfirrjettinum voru nú alls dœmd 31 mál. Af þeim voru 17 einkamál, en 14 sakamál og opinber lögreglumál. Atvinnuvegir. Veðráttufar var í harðara lagi það ár, er hjer segir frá, og árið að því leyti með hinum lakari fyrir ýmsa bjargræðis- vegi manna. þ>egar eptir áramótin skipti svo um, að þar sem áður höfðu gengið þíður og blíðviðri, komu nú kuldar og hríðir. Fyrstu viku ársins gjörði frosthörkur miklar víða, einkum sunn- anlands, en upp frá því tók að snjóa; kingdi þá niður snjó miklum dag eptir dag og viku eptir viku, með smáblotum á milli, svo að tók fyrir haga alla í mörgum sveitum. Gekk svo lengi vetrar, og mögnuðust harðindin eptir því sem á leið. J>ó voru sjaldan frost mjögmikil; hörðust urðu þau framan af jan- úarmánuði og síðari hluta febrúarmánaðar (á Suðurlandi 16

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.