Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 15

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 15
ATVINNUVEGIR. 15 stig R, en norðanlands yfir 20 stig R). Aptur voru hríðará- fellin mjög tíð, og stundum ofsaveður. Mest voru veðrin í miðj- um janúarmán., og aptur 3. febrúaímán.; tók þá upp skip, og fjc hrakti víða nyrðra. Annars var veðráttufarið nokkru vægara á Norður- og Austurlandi, en sunnan- og vestanlands, enda voru hríðarnar optast nær af útsuðri. í stöku útkjálka- sveitum, svo sem á Ströndum og sumstaðar í þingeyjarsýslu, var þó fram eptir vetrinum allgóð tíð, eins og stundum komur fyrir í hörðum vetrum. Framan af marzmánuði gjörði sum- staðar nokkurn bata, en hann stóð eigi lengi, og um næstu mánaðamót eða páskaleytið gjörði harðasta áfellið. J>á kom hin grimmasta stórhríð, er stóð í nokkra daga, og náði nálega yfir allt land. En upp frá því fór veðuráttan að batna, og nálægt miðjum aprílmánuði eða skömmu fyrir sumarmál brá algjört til bata. I>ó hlánaði hægt og seint, því að vorið var fremur kalt hvervetna. íshroði hafði lengi vetrar verið fyrir Norðurlandi, en aldrei varð hann landfastur, og loksins rak hann frá í júnímánuði, og gjörði þá hlýindi um tíma. 12. júní gjörði ofsaveður mikið fyrir sunnan og vestan land. í veðri þessu hrakti bát undan Jökli vestur yfir þveran Breiðafjörð, og lenti hann á fjórða degi í bœjarósi á Rauðasandi; mennirnir komust lífs af; er svo sagt, að sjóhrakningur þessi sje einn hinn mesti, er sögur fara af. Hásumarið var fremur kalt víðast hvar, en þó var veðrátta mjög misjöfn. Sunnanlands og vestan gengu þurrkar og hagstœð veðurátta lengi sumars, en norðanlands og austan var mjög úrkomusamt; snjóaði þar optlega til fjalla, og stundum niður í byggð. 24. júlí og nóttina eptir var dœmafá rigning sumstaðar norðanlands. Hlupu þá víða skriður úr Qöll- um til stórskemmda fram til Dala í Eyjafirði, og í Yxnadal og Hörgárdal; tók sum engi af , en tún og bithagar skemmdust meira og minna. Að áliðnu sumri eða snemma í september- mánuði skipti algjörlega um veðuráttu. Gjörði þá þurrviðri og hlýindi norðanlands og austan, en sunnanlands og vestan brá til rosa og rigninga. Haustið var víðast umhleypingasamt og veðrátta næsta óstöðug. Veturinn lagðist mjög snemma að á Norður- og Austurlandi, og jafnvel komu harðindi sumstaðar fyrir veturnætur; 6. okt. og aptur 10. og 11. okt. gengu stór-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.