Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 17

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 17
ATVINNUVEGIR. 17 eigi lieldur vel fallið til jarðabóta sökum óblíðrar veðuráttu. J>ó hafa dugnaðarmenn eigi setið sig ór fœri, þegar unnt var að starfa að jarðabótum, og hefur landið enn tekið nokkrum framförum í þessu efni. Búnaðarfjelag suðuramtsins hefur enn gjört sitt til, að styrkja og hvetja menn til slíkra framkvæmda, svo lítil efni sem það hefur; en eigi hefur að því skapi tekizt að fá menn til að ganga í fjelagið, og er það þó nauðsynlegt til þess, að það geti náð verulegum þroska. Búfrœðingur Sveinn Sveinsson ferðaðist nú enn um landið og veitti tilsögn í ýms- um búnaðarháttum á líkan hátt og áður. Af búnaðarritlingum má nefna tvær ritgjörðir í Andvara, tímariti þjóðvinafjelagsins, aðra um grasrækt og heyannir, eptir Svein Sveinsson, og hina um æðarvarp eptir Eyólf bónda Guðmundsson á Eyjarbakka; sömuleiðis rit- gjörð um vatnsveitingar eptir Guðmund jarðyrkjumann Ólafsson, og undirstöð uatriði búfjárræktarinnar eptir Guðmund prófast Einarsson, verðlaunarit, er einkum stefnir að kynblöndun og kynbótum Qenaðar. Fjenaðarhöldin urðu víðast í bezta lagi, en það mun fremur hafa mátt þakka því, hvernig tíðarfarinu var háttað, en fjárrœkt landsmanna, sem enn er á lágu stigi. Haustið 187G var árferðið svo afbragðsgott, að fje var víða nœr í fullum haustholdum, er það var tekið á gjöf; en upp frá því var víðast samfelld gjafatíð og harðindin svo mikil, að eigi var fœrt að sleppa fje á jörð. Afieiðingin af þessu varð sú, að þar sem hey voru nœg eða hrukku til, varð fjenaðurinn í betra standi en í þeim árum, er hann lifir mest á útigangi; og þótt slíkt yrði ærið kostnaðarsamt, mun það þó í þetta sinn að líkindum hafa borgað sig. En eigi mátti tœpara standa, því að þegar brá til batans, voru hey manna almennt næstum gjörsamlega þrotin; en með því að þá var svo áliðið orðið vetrar, kom jörðin fljótt upp. Sumstaðar nyrðra var þó kvartað um misjöfn íjárhöld um vorið sakir kuldanna, sem þá gengu. Fráfœrur fóru víða fram nokkru seinna en venjulega, en þar sem fjárhöldin annars voru góð, gekk sauðburður vel; Qe fór sœmilega úr ull og málnyta var í góðu meðallagi. Skurðarfje reyndist í meðallagi á hold um haustið, en fremur rýrt á mör. Fjárheimtur gengu mis- Fbjbttik prá íslatoi. 2

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.