Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 18
18 ATVINNUVEGIR. jafnlega, sökum þoku og dimmviðra um leitirnar, og fjárskaðar urðu nokkrir í illviðrunum síðar um haustið, einkum á Norður- og Austurlandi. Á bráðafári hefur borið í minnsta lagi víðast um land báða veturna. ITm fjárkláðann hefur enn verið allmikið þras, en þó óvíst, hvort hann hefur verið til hið síðasta ár eða ekki. Eeynd- ar hefur sumstaðar á hinu gamla kláðasvœði orðið vart við kláðavott nokkurn, en eigi sannazt, að það hafi verið hinn sótt- næmi kláði. Lögreglustjórinn skoðaði í janúar Qe í efra hluta Borgarfjarðarsýslu með 2 Mýramönnum, og fundu þeir að eins óþrifavott í nokkrum kindum; sömuleiðis skoðaði hann í neðri hluta sýslunnar með 2 Kjósarmönnum, og fannst kláðamaurinn þar eigi heldur. Aptur þótti nokkuð ískyggilegra ástandið í Kjósinni, en eigi varð þar heldur um sök. Borgfirðingar gjörðu menn á fund landshöfðingja til að biðjast undan hinu almenna þrifabaði, er hann hafði boðið með auglýsingu 30. nóv. 1876, en töldust fúsir á að baða um vorið, er fje væri úr ull. Lands- höfðingi leyfði þessa undanþágu 10. marz, en áskildi, að haldið yrði uppi hálfsmánaðarskoðunum til þess 6 vikum eptir vorbað- ið, og fyrirskipaði jafnframt sterka heimagæzlu þangað til. Fyr- irskipunum þessum var nokkuð misjafnlega fylgt enn sem fyrri, og skorti þó ekki atfylgi lögreglustjórans. Gekk hann svo ríkt eptir í framkvæmdum sínum, að bœndum þótti víða nóg um. Meðal annars taldi hann þar sumstaðar saknæman kláða, er aðrir töldu að eins óveruleg óþrif, og reis út úr þessu ýmisleg- ur ágreiningur milli hans og þeirra. Takmörk kláðasvæðisins voru enn hin sömu og áður: Hvítá og Deildargil að vestan, en Brúará og Hvítá (Ölfusá) að austan. Nú leið að þeim tíma, er vant var að setja verði. Á austur-takmörkum kláðasvæðisins þótti nú eigi þörf á að setja vörð, með því að eigi hefði orðið kláðavart nokkurstaðar þar í nánd. Aptur þótti miður tryggi- legt að vestanverðu, en nú reis enn ágreiningur um það, hvar takmörk kláðasvæðisins skyldu vera þeim megin, og hvar vörð- inn skyldi setja. Borgfirðingar vildu fœra hið grunaða svæði saman og hafa Botnsvogavörð, með því að þeir sjálfir væru fyrir löngu orðnir kláðalausir. Húnvetningar voru á báðum áttum, og sendu því mann suður í Borgarfjörð að rannsaka ástandið

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.