Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 19
ATVINNUVEGIR. 19 þar; fann hann hvergi kláða, og þótti því sem Botnsvogavörður mundi nœgja. Yfirvöldunum þótti aptur ekki eigandi undir öðru en að hafa vörðinn við Hvítá og Deildargil, sem áður hafði ver- ið, og varð svo að vera sem þau vildu. Eigi fundu þau heldur ástœðu til að leggja á fjárrekstrarbann yfir Botnsvogalínuna, en endurnýjuðu rekstrarbannið yfir hin gömlu takmörk. J>ó var um haustið gjörð lík undanþága frá rekstrarbanninu sem haustið áður, þar sem leyft var að reka skurðarfje inn á grunaða svæð- ið, en þó með eptirliti og nokkrum takmörkunum. íbúum hinna sauðlausu hjeraða í suðurhluta Gullbringusýslu var þessi undan- þága þó eigi nóg; þoldu þeir eigi að vera tjárlausir lengur, og það því síður sem sjávarafli hafði brugðizt því nær algjörlega um svo langan tíma; þeir gjörðu því menn á fund landshöfð- ingja, að biðjast þess, að mega reka til sín lífsfje úr hinum heil- brigðu hjeruðum austan varðlínunnar. Yar þeim leyft að reka lömb til lífs, en ekki eldra fje; því að eigi þótti grunlaust um, að kláðinn kynni enn að leynast einhverstaðar. þó varð hvergi vart við reglulegan kláða í rjettum, og eigi hefur hans orðið vart síðar. fykir nú meiri von en nokkurn tíma áður, að fjár- kláðinn muni vera algjörlega upprœttur. Aflabrögð úr sjó urðu mjög misjöfn, en þó mikil víð- ast. Fyrrum var lengi fiskisælast við Suðurland, og sóttu menn árlega sjó þangað úr öðrum landsfjórðungum, einkum af Norð- urlandi. Nú er orðið annað um fiskisældirnar syðra, og virðist svo sem fiskurinn hafi yfirgefið sínar gömlu stöðvar fyrir sunn- an land, en leitað norður fvrir land, hvað sem því veldur. Við Faxaflóa, sem lengi var talinn aðalveiðistaða landsins, varð nú varla fiskivart allt árið; reytingsafii var raunar stundum í hin- um syðri veiðistöðvum við flóann stöku sinnum á vetrarvertíð- inni, þegar gæftaleysi eigi meinaði að sœkja sjó, og aptur nokkur fyrstu vikuna af vorvertíðinni, en úr því mátti kalla að eigi yrði fiskivart fram undir árslok; þá varð fiskivart, en sjaldan gaf að róa fyrir umhleypingum. f veiðistöðunum austanfjalls á Suðurlandi var aptur allgóður afli á vetrarvertíðinni, og sum- staðar ágœtur, einkum við Eyrarbakka. Undir Jökli var fremur tregt um afla allar vertíðir, einkum að sunnanverðu. Á V e s t fj ö r ð u m var talið meðalár að fiskiafla; sumstaðar aflað- 2*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.