Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 20

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 20
20 ATVINNUVEGIR. ist þar þ<5 ágætlega, einkum í Bolungarvík við ísafjarðardjúp á vetr- arvertíðinni, og aptur á ísafirði um sumarið. Tyrir ölluNorður- landi varhlaðfiski flesta tíma ársins, en þó minnst að tiltölu fram- an af sumri og að áliðnu hausti, enda hamlaði stundum gæftaleysi og sumstaðar beituskortur. Á Austfjörðum afiaðist mjög vel flestar árstíðir; minnst aflaðist þar um vorið, en aptur ágæt- lega um haustið. fangað fóru um sumarið 2 þilskip xrrEeykja- vík með 4 báta, og öfluðu á þá sjötíu til áttatíu þúsundir af þorski og ýsu. Önnur þilskip öfluðu einnig vel víðast livar. — Hákarlaafli á þilskipum varð hvorvetna í góðu meðallagi. Eekar urðu nokkrir sumstaðar norðanlands. Á stöku stöðum rak hvali og höfrunga um veturinn. Trjáreki nokkur varð á Langanesi og í fústilfirði eptir nýár, og mikill á Strönd- um um haustið. Laxveiðar í ám urðu í góðu meðallagi víða, og sum- staðar afbragðsgóðar, einkum í Hvítá í Borgarfirði og f>verá í Mýrasýslu. Laxveiðafjelag var stofnað í Reykjavík, í þeim til- gangi að auka laxveiðarnar, og sjá um, að laxinn yrði sem bezt friðaður samkvæmt landslögunum. í fjelag þetta gengu þegar margir menn með nokkru peningatillagi. Fyrir það fje, er inn var komið um haustið, var ráðið að útvega laxalóðir, til að reyna að veiða lax í sjó, líkt og tíðkazt hefur á Borgundarhólmi. Erlendir aflamenn hafa enn að vanda legið hjer við land til fiskjar, og flestir afiað vel. f>annig voru Færeyingar fyrir AustQörðum á 12 skipum, og öfluðu þeir á þau fram undir 400000 fiska á 8 til 10 vikum. Svo taldist til, að ágóðinn af afla þessum hefði til jafnaðar orðið 30 af hundraði. Frakkar og Englendingar höfðu hjer enn talsverðan fiskiskipaflota kringum land; fer yfirgangur fiskimanna þessara að sögn sívax- andi. Hin frakknesku fiskiskip hjeldu sig sem vant er einkum fyrir sunnan fand, og gjörðust býsna nærgöngul. Hve nær sem fiskur leitaði úr djúpi inn á grunnmiðin í Faxafióa, þá voru þau komin þar tugum saman, drógu net landsmanna í hnúta eða glötuðu þeim algjörlega, og skemmdu þannig bæði veiðarfœrin og spilltu aflabrögðunum, sem sízt átti við í fiskileysistíð þeirri, sem þá var. Stundum lágu fiskiskip þessi svo mörgum tugum skipti í landhelgi og jafnvel eigi meir en fjórðungmílu frálandi;

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.