Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 21
ATVINNUVEGIR. 21 en herskip þau, bæði hið danska og frakkneska, er áttu að gæta þeirra, lágu þá í makinduin inni á Iteykjavíkurhöfn, og höfðust ekki að. Hin ensku fiskiskip hjeldu sig einkum við Austfirði. Gjörðust skipverjar af sumum þeirra svo nærgöngulir, að þeir gengu á land og frömdu bæði sauðaþjófnað og innbrotsþjófnað. Á eyðiey nokkurri í Vopnafirði tóku þeir 8 ær geldar, og kom- ust með þær til hafs, áður en eigandi kindanna gæti náð þeirn; eigi gat hann heldur sjeð einkenni á skipinu, með því að dimm- viðri var, en vindur stóð af landi, og bar þá lljótt í haf. Hjá bónda einum í Loðinundarfirði brutu þeir upp skemmu, er stóð við sjóinn og sá eigi frá bœnum; stálu þeir úr henni ull, skinn- klæðum, veiðarfœrum, byssu og skotfœrum og fleira smávegis, er allt til samans var metið 100 kr. virði. Nokkur ensk skip lágu þar rjett fyrir utan landsteina, og voru skipverjar úr einu þeirra nýfarnir úr landi, er þjófnaðurinn uppgötvaðist. Hrepp- stjóri fór þegar næsta morgun út á skipin, og fyrir eptirgangs- muni hans var gjörð þjófaleit um öll skipin: fannst þá mestallt þýfið, og var því skilað aptur er fannst. Hreppstjóri ritaði upp nöfn og einkenni skipanna, og þykir líklegt, að fáist einhver uppreisn á þessu máli, þó að tregt gangi stjórn og yfirvöldum að vernda rjett íslendinga gagnvart útlendum þjóðum. Verzlunin var livorki fjörmikil nje hagstæð landsmönnum í þetta sinn, sem eigi var heldur við að búast, þar sem kvartað hefur verið um fjörleysi og deyfð í allri verzlun erlendis nú hin síðustu ár. Kenna menn þetta einkum styrjöld þeirri, er nú gengur milli hinna austrœnu þjóða, eða þó öllu fremur því, að vesturlandaþjóðirnar kunni, er minnst varir, að skerast í leikinn, og sje varlega gjörandi að ráðast í mikið eða hafa mikið um- leikis, með því að alkunnugt er, að almennur ófriður getur haft mikil áhrif á verzlunina. En vera má, að margt annað valdi. íslenzkar vörur seldust fremur illa erlendis árið áður, og lækk- aði nú verðlag á þeim, eða að minnsta kosti á aðalvörunum, bæði land- og sjóvöru. í Keykjavík gekk hvít ull á kauptíð á 75 til 80 aura pundið, en mislit á 55 aura, saltfiskur á 50 kr. en harður fiskur á 70 kr. skippundið; lýsistunnan gekk á 35 tíl 40 kr., tólgarpund á 35 a., smjörpund á 70 a. Lax hækkaði í verði og gekk eptir stœrð laxanna frá 30 til 60 aura hvert

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.