Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 23
ATVLNNUVEGIIÍ. 23 J>ó var hún að tiltölu fremur lítil í Eeykjavík. Á Brákarpolli var Qártaka mjög mikil, en mest var hún þó í kaupstöðunum, norðan- og austanlands, einkum á Borðeyri, Blönduósi, Sauðár- krók, Akureyri og Seyðisfirði. Gránufjelagið útvegaði skozkt gufuskip, til að taka skurðarfje á Akureyri og Seyðisfirði; á Akureyri tók það allt að 1200 fjár, en undir 1500 á Seyðisfirði, mest sauði. Auk þess var mikið kjöt saltað niður til útflutn- ings, þar á meðal á Akureyri einni 1800 tunnur. Verð á kjötinu var 20—25 aurar fyrir pundið, á mörp. 30 aurar, á pundi í sauðargæru 35 aurar. Fjártökuverðið var nær hið sama víðast, en þó til jafnaðar hærra norðanlands og austan en á Suðurlandi. Á fje því, er Skotar keyptu á fœti, var hæst verð 22 kr. fyrir sauðinn, en mjög fátt náði því verði; flest Qeð var selt á 18—20 kr., og var svo áður um samið. feir borguðu mikið í peningum, en sumt í innskriptum og ávísun- um. Haustverzlunarskipunum hlekktist mörgum á um haustið, er þau lögðust frá landinu; rak sum þeirra í strand, og skemmd- ist eða týndist mikið af farmi. Hrossaverzlun landsmanna við Englendinga og Skota virðist hafa verið nokkru minni og eigi eins arðsöm sem undanfarin ár. J>ó voru víða haldnir markaðir á Suður-, Norður- og Austurlandi, og er svo sagt, að frá Keykjavík, Akureyri og Seyðisfirði hafi alls verið flutt út nálægt 1600 hrossa. Verð á hestum var nú 60 til 70 krónur. Gránufjelagið er í sífelldum uppgangi. Við árslok 1876 var gróði fjelagsins talinn nálægt 76000 kr., og liafði nær helmingur þess grœðzt það ár, með fram fyrir ýms höpp, svo sem góð kaup á Siglufirði og vöruleifum þar. Á ullarverzlun hafði það ár aptur tapazt um 10000 kr. Alls sendi fjelagið þá út vörur fyrir nær 400000 kr. í lll/2 skipsfarmi. Við sömu áramót töldust eigur fjelagsins 327000, þar af 55000 kr í verzl- unarstöðum, verzlunaráhöldum og skipinu Gránu, 74000 í skuldabrjefum og 148000 í vörubyrgðum. Eigur fjelagsins voru þá svo miklar, að 96 kr. komu á hvern íjelagshluta, og höfðu þeir þannig vaxið nær um helming. í viðbót við þá 4 verzl- unarstaði, er það hafði keypt áður, keypti það nú Hofsós; sömu- leiðis keypti það skipið Gefjunni, en það brotnaði í spón um haustið fyrir Olafsfjarðarmúla, og týndust af allir mennirnir.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.