Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 24

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 24
24 ATVINNUVEGIR. Svo er nú mikið álit Gránufjelagsins, að margir menn, sem eru í öðrum verzlunarfjelögum hjer á landi, óska að þau verði tekin upp í Gránufjelagið, þó að eigi hafi, svo kunnugt sje, aðrir enn farið fram á það en Skagfirðingar og Húnvetningar þeir, sem voru í Grafarósfjelaginu. J>egar litið er á bjargrœðisvegi landsmanna yfir höf- uð, þá virðast þeir að hafa heppnazt allvel víðast hvar það ár, er hjer segir frá. f>ó að veturinn væri með hinum harðari, urðu fjenaðarhöldin góð í flestum sveitum. Og þó að heyskap- urínn um sumarið yrði í minna lagi, einkum á Norðurlandi og Austurlandi, þar sem bæði var grasbrestur og nýting á heyj- um misheppnaðist, þá bœtti það mjög úr, að í þeim landsfjórð- ungum fiskaðist afbragðs-vel flesta tíma ársins, enda var verzl- unin þar að tiltölu arðsömust, einkum fjárverzlunin um haustið og svo hrossaverzlunin. Varð það mörgum mikið hagrœði, að fá svo góðan markað fyrir vörur sínar, og að fá þær að miklu leyti borgaðar í peningum, sem kom sjer einkar vel í peninga- eklu þeirri, sem sífellt er kvartað yfir. Bjargrœðisvand- rœði urðu hvergi almenn nema í sjávarsveitunum í kringum Faxaflóa, þar sem fiskiaflinn brást því nær alveg, og hafði jafn- framt brugðizt árið áður. J>að jók á vandræðin, að í suður- hreppum Gullbringusýslu var einnig sauðlaust síðan haustið 1875, að þar var skorið niður sökum fjárkláðans; vildi það svo illa til, að fiskileysið var samfara sauðleysinu. í hinum innri hreppum sýslunnar var raunar eigi sauðlaust, en Qenaður og allur landbúnaður lítill víðast; þar var aflaleysið líka enn meira, og vandræðin urðu þar mest. Báglegast staddir í sýslunni voru Vatnsleysustrandarhreppur og Álptaneshreppur með Hafnarfirði, og þar næst Seltjarnarneshreppur og svo Keykjavík. í Borg- arfjarðarsýslu var og Akraneshreppur mjög báglega staddur. í öllum þossum hjeruðum er sjávaraflinn aðalbjargrœðisvegur, og þegar hann brást svo stórkostlega og svo lengi, var eigi við öðru búið en miklu hallæri, og það því fremur sem mjög er fólksmargt að tiltölu á þessu svæði. Svo sem vænta mátti, þraut lánstraust fátœklinga, og voru þó kaupmenn lengi hjálp- legir. Margir, sem áður voru taldir efnaðir, þrutu nú að cfn- um, og hinir fáu auðmenn í þessum sveitum gátu ekki rönd við

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.