Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 30

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 30
30 MENNTIR. fráþessari öld. Svanhvít, nokkur útlend skáldmæli í íslenzkum þýðingum eptir þá Steingrím Thorsteinson og Mattías Jochums- son, er báðir eru slíkir snillingar að þýða, sem þeir eru skáld. Kvæðin eru flest eptir hin frægustu skáld, þjóðversk, ensk og norrœn, og þessi þýðing þeirra margra hverra er listaverk í sinni röð. Gilsbakkaljóð, fagurt og skáldlegt kvæði, frumkveðið eptir Steingrím Thorsteinson. Söngvarog kvæði, eptir Jón Ólafsson, Alaskafara, ritstjóra Skuldarm.m. Kvæðum þessum skiptir höf- undurinn í kafla eptir því, á hvaða stigi æfi hans þau eru kveðin, oghafamörg þeirra einkennilegan skáldlegan blæ. Söngvar og kvæði með 2 og3röddum, gefin út af söngfrœðingnum Jónasi Helgasyni. Kvæðin eru ýmist frumkveðin eða þýdd, og flest fögur. Af lögunum er eitt eptir útgefandann sjálfan, en flest eptir fræg útlend tónaskáld, og mörg nafntoguð fyrir fegurðar sakir. Af bæði kvæðunum og lögunum er margt áður þekkt hjer á landi, en sumt nýtt eða ókennt. — Um áramótin var farið að prenta í prentsmiðju ísafoldar nokkrar nytsamar bækur. J>að voru dýra- frœði eptir Benidikt Gröndal, steinafrœði og jarðarfrœði eptir sama, og landafrœði eptir Erslev landfrœðing, þýdd og aukin að tilhlutun Páls Melsteðs. Bókmenntafjelagið hefur í þetta skipti fátt látið prenta, eða auk hinna árlegu frjettarita eigi annað en heptið af Safni til sögu íslands, er fyr var getið. Taka menn nú sífellt fastara og fastara að kalla eptir því, að fjelagið breyti stefnu sinni og taki að gefa út nytsamlegar frœðibœkur handa alþýðu. Að því er ráða má af ýmsum blaðagreinum, virðist óánœgjan með fje- lagið fara sívaxandi; en hjer horfir nokkuð kynlega við, þar sem tala fjelagsmanna einnig fer vaxandi. í maímánuði voru fje- lagsmenn þeir, er tillag greiða, 794 að tölu eða 23 fleiri en árið áður, og 5 fleiri en þá flest hefur verið. |>ess er vert að minnast, að ár frá ári fer faxandi þekk- ing á íslandi og íslenzkum bókmenntum meðal erlendra þjóða, og eru jafnan á ári hverju skráð nokkur rit þess efnis á útlend- um tungum, þó að þeirra sje eigi hjer getið. Mjög sjaldan ber það þó að, að íslenzkar bœkur sjeu þýddar á aðrar tungur, þeg- ar fornsögur vorar eru frá taldar. J'ess hefur áður verið getið

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.