Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 31

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 31
MENNTIR. 31 S Frjettum frá íslandi, að skáldsagan Piltur og stúlka var þýdd á dönsku afKristjáni Kálund, er ferðaðist hjer um land í 2 sum- ur, og nú hefur skráð bók um ísland (sögulega staðfrœði). Nú var gefin út önnur dönsk þýðing af sömu skáldsögu; hana hef- ur Lefolii stórkaupmaður gjört með tilstyrk Gísla Thorarensens, er síðast var prestur í Stokkseyrarþingum. Vísindalegar rannsóknir eru eigi almennar á Is- landi í samanburði við það, sem er í öðrum löndum, og þó að þær sjeu gjörðar, eru þær sjaldan birtar. Nú má þó geta þess, að doktor Jón Hjaltalín uppgötvaði í nokkrum hverum hjer á landi bureissýru, sem er mjög fágœtt efni, og hefur áður hvergi fundist í Evropu nema í Toskana í Ítalíu, en hefur orðið þar mikil tekjugrein sökum nytsemi hennar til ýmislegs. Skozkur efnafrœðingur rannsakaði nú brennisteinsjörðina í Krýsivík; reiknaði hann, að hin bezta brennisteinsjörð þar hefði 93 af hundraði af brennisteini, önnur lakari tegund helming eða 50 af 100, og hin lakasta 20 af 100; er þetta miklu betri tiltala en á Sikiley, þar sem mestir eru brennisteinsnámar í Evropu. Ávísindaleg söfn verður að minnast, þó að þar sje einnig fátt til frásagna. Bókasöfnin hafa enn nokkuð auk- izt fyrir fjárstyrk þann, er þeim er lagður. Meðal annars keypti stiptsbókasafnið í Reykjavík bókasafn Páls stúdents Pálssonar úr dánarbúi hans, og var það í mörgu merkilegt. Bókasafn latínuskólans jókst í minna lagi. J>ar á mót bœttust náttúru- sögusafni skólans ýmsir munir í flesta lagi. |>ar á meðal var mikið steingjörvingasafn, sent frá Cornell University í New York, sömuleiðis steinasafn úr Esjunni (kalk, jaspis, leirsteinar o. fl.), tvö silfurbergsstykki úr Heigastaðafjalli, og fleiri stein- tegundir, enn fremur nokkrir fuglar, sumir fásjenir, ýmsir orm- ar, bein úr dýrum o. fl. Benidikt Gröndal, er nú er kennari í náttúrusögu við skólann, hefur byrjað á að búa til myndasafn af íslenzkum dýrum, og ætlar það náttúrusögusafninu. Forn- gripasafnið hefur enn nokkuð aukizt sem vant er, en eigi svo kunnugt sje, að neinu sjerlega merkilegu. Nú er að minnast á skólana, og er þá fyrst latínu- skólinn eða hinn lærði skóli í Reykjavík, er tekið hefur ýms-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.