Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 36
3G MENNTIR. er Ingólfur Arnarson fyrst setti byggð í Reykjavík; en eigi varð af hátíðarhaldi þessu, og er eigi ólíklegt, að bjargræðisvandræði þau, er þar gengu um þær mundir, hafi dregið úr því, og að því hafi meðfram sakir þess eigi orðið við komið. far á mót veittist íslendingum nú sú sœn\d að taka þátt í háskólahátíð Svía að Uppsölum, er haldin var dagana 5. til 7. sept. til minningar um stofnun háskólans þar, hins elzta háskóla á Norðurlöndum, fyrir 4 öldum síðan (1477). Buðu þeir þangað gcstum af ýmsum löndum, og meðal þeirra einnig íslendingum. Háskólastjórnin ritaði landshöfðingja brjef, og bað hann að annast. um, að kosnir yrðu fulltrúar af íslands hálfu, einn eða fieiri, til að sœkja afmælishátíð háskólans. í brjefi háskólastjórnarinnar segir svo meðal annars: »Með næmri til— finningu fyrir því, hversu mikið þjóðmenntun vor á að þakka hinni íslenzku þjóð, varðveitanda hinna fornu frásagna, lætur Uppsalaháskóli, sem sjálfur er eðlilegur vörður þjóðlegrar mennt- unar, hjer með í Ijósi þá ósk og von, að hann fái að sjá hjá sjer þessa hátíðisdaga, som eru mjög þýðingarmiklir fyrir há- skólann, fulltrúa frá frœndþjóð þeirri, er fyrir fám árum vígði með sóma nýtt þúsund ára skeið í hinni söguríku æfi sinni». Al- þingi lagði fúslega fram fje til fararinnar, en ljet landshöfðingja eptir að kjósa mennina. Landshöfðingi kjöri til farar þessarar þá rektor Jón forkelsson og prófessor Konráð Gíslason. Kon- ráð gat þó ekki farið, svo að Jón jporkelsson var á hátíðinni einn af íslands hálfu. Aðalhátíðardaginn flutti hann ræðu á ís- lenzku, en með því að fæstir skildu hana, -þýddi hann sjálfur orð sín á latínska tungu. J>ótti honum vel fara. Svíar veittu erindsreka Islands alla sœmd, og gáfu honum rúm í röð mestu tignargcsta sinna, og voru þeir þó ærið margir. par voru full- trúar frá nálægt 30 háskólum. Voru þar saman komnir margir ágætir vísindamenn og skáld. I>ar var og konungur Svía, erki- biskup og margt annað stórmenni.. Hátíðin fór fram með mikl- um veg og viðhöfn, svo sem sómdi hinum fræga háskóla og hinni ágætu sœnsku þjóð. En eigi á það við í þessu riti, að skýra gjör frá hátíðarhaldi þessu. Nokkrir ágætismenn hinna þriggja frændþjóða vorra, Svía, Norðmanna og Dana, hafa haft í hyggju að stofna framfara-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.