Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 37

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 37
MKNNTIR. 37 fjelag til viðreisnar íslandi og eflingar menntun þess og at- vinnuvegum. En meðan eigi er fullsjeð, liversu fer um samtök þessi, skal það látið bíða, að skýra frá þeim nákvæmlega. Hvort fjelag þetta nær festu, er enn óvíst, en viðleitnin ein vottar þann bróðurhug, er vissulega á skilið viðurkenningu af hálfu allra íslendinga. fjóðvinafjelagið hefur í sumum hjeruðum iandsins haft lítinn byr, en aptur hafa sum hjeröð sýnt því mikla rausn og sóma, einkum ísafjarðarsýsla. Undir lok alþingis voru í Reykjavík haldnir aðalfundir fjelagsins, og hjetu alþingismenn fjelaginu fylgi sínu. far var ályktað, að leita samskota um allt land til að ljúka við þjóðhátíðarskuldina eða kostnað þann, er reis af liátíðarhaldinu á J>ingvöllum 1874, og nokkuð var enn ólokið af; og í annan stað var ályktað, að bjóða mönnum að ganga í fjelagið með 2 kr. tillagi á ári gegn því að fá allar árs- bækur fjelagsins, er nema skyldu rúmlega því verði. Jón Sig- urðsson frá Kaupmannahöfn var endurkosinn forseti Qelagsins, en hann kvaddi til varaforseta alþingismann Tryggva Gunnars- son. í forstöðuuefnd fjelagsins voru kosnir: Björn Jónsson, rit- stjóri ísafoldar, Jón Jónsson landritari og J>orlákur Johnsen verzluuarmaður. M a n n a I á í. Af merkismönnum þeim íslenzkum, er ljetust á árinu, skulu lijer taldir nokkrir hinir þjóðkunnuslu. Fyrstan má telja Pjetur Guðjohnsen, eigi fullra 65 ára að aldri (f.28/n 1812). Svo sem kunnugt er, var hann lengi söngkennari við latínu- skólann og organleikari við dómkirkjuna í Eeykjavík, en auk þess gegndi hann skrifarastörfum hjá stiptamtmönnum og lands- höfðingja. Hann hafði og mörgum öðrum störfum að gegna,og meðal annars átti hann um tíma setu á alþingi, og var eitt sinn settur sýslumaður. Hann var atorkumaður hinn mesti og afburðamaður um marga hluti, en einkum er liann ágætur orð- inn af útbreiðslu sönglistarinnar hjer á landi, er hann hóf hjer fyrstur manna, að kalla mátti, og efldi með stakri alúð á marg- an hátt. Sjálfur var hann ágætur söngfrœðingur og einnig gott

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.