Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 38
38 MANNALÁT. tónaskáld, þó að liann í þeirri grein ljeti lítið á sjer bera. — Annar maður nafntogaður var Gísli Konráðsson, er and- aðist 2. febr., 89 ára gamall (f. l8/s 1787). Hann var maður skáldmæltur og sjerlega vel að sjer í fornum frœðum og mörg- um köflum í sögu landsins. Hann var jafnframt iðjumaður frá- bær, og hefur ritað feykilega mikið af sagnaritum og annálum; er margt af því einkar fróðlegt og merkilegt, en fæst af því hefur verið prentað til þessa.— Um sama leyti dó porleifur forleifsson í Bjarnarhöfn, á áttræðisaldri. Hann var í mörgu merkur maður, en einkum nafnkenndur fyrir lækningar sínar, er honum heppnuðust optast afbragðsvel, þó að eigi væri hann lærður í þeirri grein, enda var hann mjög aðsóttur af mörgum vestanlands. — |>á ljezt og Jón Jónsson, prestur að Barði í Fljótum, gáfumaður, skáld og mikill lærdómsmaður. Hann drukknaði í ós úr Hópsvatni 15. marz, og var þá 57 ára að aldri. — Enn var Páll Pálsson, stúdent, er lengi var skrifari hjá Bjarna amtmanni Thorsteinson, og síðan aðstoðar- maður hans og vinur. Hann var fróðleiksmaður mikill í mörgu, en einkum nákunnugur bókmenntasögu landsins. Hann dó 20. marz, rúmlega sjötugur.— Litlu síðar, eða 25. marz, dó Bryn- jólfur Jóhansson, lyfjafrœðingur í Beykjavík, maður mjög vel að sjer í sinni mennt og einkar ástsæll. Hann var rúmlega fertugur, er hann ljezt. — l>á dó enn fremur í Eeykjavík 27. des. Egill Jónsson, bókbindari ogbóksali, um sextugt. Hann var mjög lipur maður, og kunnugur maður af bókaverzlun sinni, er hann stundaði með miklum dugnaði; hann gaf sigeinnigvið útgáfu íslenzkra bóka, og hafði um sína daga gefið út ýmsar nýtilegar bœkur. — 13. nóv. andaðist Björn Stefánsson, prestur að Sandfelli i Öræfum, rúmlega þrítugur, hinn mesti dugnaðar- og röskleikamaður. — 23. des. dó alþingismaður Strandasýslu, Torfi Einarsson á Kleifum, hálfsjötugur að aldri, vitsmunamaður og þrekmaður, mestur höfðingi í hjeraði sínu, og talsverður atkvæðamaður á þingi. — fá dóu og kaup- menn nokkrir. Meðal þeirra var Hákon Bjarnason frá Bíldudal, sá er úti varð á Mýrdalssandi 2. apríl, er hann var nýkominn af skipreika. Hann var um flmmtugt, er hann ljezt, og þótti liafa verið mikill dugnaðarmaður. — Annar var Ás-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.