Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 41
FRÁ ÍSLENDINGUM í VESTURHEIMI. 41 hann að svo stöddu fullráðið, hvort hann gæti orðið við dsk fólksins, með því að hann var bundinn við ritstjórn blaðsins. Síðan tók hann þó það ráð, að yfirgefa hin arðsömu ritstjórn- arstörf sín, og flytja til hinna fátœku nýlendumanna, er sem vita mátti eigi gátu boðið honum eins arðsama stöðu. í okt. fluttist hann norður til þeirra alfari. í nýlendunni var ennfremur stofnað prentfjelag; það var myndað með hlutabrjefum, bæði frá nýlendumönnum og öðrum íslendingum í Ameríku. Prentsmiðja var keypt suður í Bandaríkjum. Um haustið var byrjað að gefa út blað, er á að stuðla til þess að efla framfarir nýlendubúa og halda við þjóð- erni þeirra, það nefnist Framfari. Atvinnuvegir nýlendumanna og verklegar framfarir gengu yfir höfuð greiðlega. pað gjörði þó töluverðan hnekki, að haustið 1876 hafði komið þar upp bólusótt, að sögn af því, að einn vesturfara hafði keypt fatnað af bóluveikum manni. í sótt þessari sýktust margir, og nálægt 100 dóu úr henni einkum ungir menn og börn. Meðan sýkin geysaði, setti stjórnin her- vörð kringum nýlenduna, til að varna útbreiðslu sýkinnar. Ból- unni ljetti af aptur um veturinn, en eigi var vörðurinn upptek- inn fyr en kom fram á sumar; hnekkti hann sem von var mjög samgöngum, verzlun og öðrum atvinnuvegum. En er hann var farinn, rýmkaði til fyrirnýlendubúum, og tóku þeir þá til starfa með miklum áhuga. Sumir fóru þá suður til Manitoba að leyta sjer atvinnu, karlmenn við járnbrautarvinnu, en kvennfólk við hússtörf. Yinnulaun við járnbrautirnar voru 12 dollarar um vikuna, að fœði undanteknu, en það kostaði 4 dollara um vik- una. Heima í nýlendunni sjálfri var og tekið til jarðyrkju og fiskiveiða. Tíðarfarið var lengstum gott. Um veturinn hafði verið kalt og staðviðrasamt, en vorið var hlýtt og votviðrasamt, og gengu um tíma miklar rigningar; um sumarið var yfir höf- uð hagstœð veðurátt. Sáð var um vorið byggi og höfrum, hveiti, kartöflum, káltegundum o. fl.; varð uppskeran góð á flestu, og sumu ágæt, einkum á kartöflum. Káltegundir skemmdust aptur nokkuð af kálflugum. Undir eins og vatn leysti upp um vorið, tók að fiskast, og var framan af mokíiski. En er meiri hitar komu og vatnið varð volgt með landi fram,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.