Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 45

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 45
45 upp að fara, til þess að komast upp á fjallgarðinn, og tókst það að lokum, þó örðugt væri uppgöngu, því fannir voru harðar og illa stætt fyrir menn og hesta, en er upp var komið og vjer böfðum riðið litla stund, sáum vjer fyrir oss dæld eina, austan og sunnan við þennan fjallgarð; dæld þessi er grunn og nær í suðvestur að landnorðurrótum Heklu, að austan suðaustan tak- markast hún af svo nefndum Eauðfossafjöllum, sem mynda austurbrún Hekluhálendisins, en milli suðurenda þeirra og Heldu er hið svokallaða Selsundsskarð; norður af Rauðfossafjöllum tak- markast dældin að austan af lágum hálsum, sem ganga allt að Valahnjúkum austanverðum, en þeir mynda norðurtakmörkin. Hæld þessi er nær því l2/3mílu á lengd frá suðri til norðurs og nær því Va míla að breidd, og er á allar hliðar innilokuð af áðurnefndum fjöllum og hálsum, nema til vesturs milli Vala- hnjúka að norðan og norðurenda fjallgarðsins, sem vjer fórum yfir að sunnan; þar er hún opin og hallar landinu þaðan vestur að Rangárbotnum og niður í Sölvahraun. Norðvestan- undir Rauðfossafjöllum, sem takmarka eins og áður er sagt dældina að suðaustan, og að nokkru leyti áfastur við þau stendur svokallaður Krakatindur, hátt og bratt fjall, en lítio um sig, og er hann tæpa mílu í austur landnorður frá Heklu, og lá þetta fjall andspænis oss, er vjer komum að norðvestan yfir ijallgarðinn; rjett norðan undir Krakatindi austan til í lægðinni sáum vjer eldgíginn, sem nú brann í og þar sem aðalupptök eld- gossins 27. febrúarmán. hafa verið, og er hann í nýmyndaðri sand- öldu, nær hundrað feta yfir hraunið og ganga tögl úr öldinni til útsuðurs og landnorðurs. Afarhár reykjar- og gufustrókur stóð upp úr suðausturhlið öldunnar, og gátum vjer því ekki sjeð gígopið þar sem vjer nú stóðum vestur frá, en frá þeim stað höfðum vjer bezta útsýni yfir allan dalinn og hið nýrunna hraun; þó villti nokkuð sjónir fyrir okkur gagnsæ gufa eða tíbrá, er ljek yfir heitu hrauninu og gjörði landið hinu megin ógreiniiegt, því allt var sem í iðandi þoku og hyllingum. Vjer sáum nú, að hraun hafði að miklu leyti runnið um allan dalinn báðu- megin vdð gíginn, og gekk það nær V3 mílu í suðvestur frá honum, í stefnu austan til við Heklu og var þessi hluti mest kólnaður, því gufustrókar voru þar fáir í samanburði við

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.