Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 47

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 47
47 hefja sig eins og brimboða og skella í börmunum, en nokkuð af benni spýttist um leið hátt í lopt upp, og fjell aptur niður sortnandi við kuldann, eða hún skall í kringum gígopið sindr- andi og sprakk þá með slettum þegar niður kom. fannig hef- ur niðurfallandi vikur og hraunsandur smátt og smátt myndað sjálfa gígölduna, sem er svört að lit og mjög laus í sjer nema innst kringum gíghólkinn, sem að innan er eins og fóðraður harðnandi hrauni. Aldan var að vestanverðu með gulhvítum blettum líklega af brennisteini, og rauk upp úr þeim hvít gufa. Gosin sjálf orsakast af gufuspenningi neðan að, sem hefur hraunleðjustöpulinn í gígnum upp í bólu, sem um leið og hún springur spýtir leðjunni í lopt upp. Suðaustan til undir norðvestururlilíð EauðfossaQalla hofur dalurinn verið dýpstur, og er hraunið þar því þykkast og hefur víða eins og grafið sig inn undir jökulfannirnar, sem hjer eru. Hæð hraunsins er mjög misjöfn, frá 10 til 100 feta, hæst er það norður og austur frá, litur þess er mjög dökkur, næstum svartur, eins og á gömlu Heklu-hraununum; sumstaðar er það líkt vikri, ljett og holótt, sumstaðar þjettara og þyngra. Eins og áður er á minnzt, stóðu víða upp úr hrauninu gufu- strókar með vatnsgufulit, en sumir voru meira blálitaðir af efn- um þeim, sem gufunni fylgdu. Víða mátti í hrauninu sjá hvíta bletti, sem af nýföllnum snjó, og orsökuðust þeir af smá- gjörvum kristöllum, sem við efnafrœðislega rannsókn reyndust að vera úr sjávar - salti (Chlornatrium) en ekki úr salmiaki (Chlorammonium), sem þó er alltítt að finnist við eldgos, saltið hafði einkum sezt á vikursaudinn, sem víða hafði fallið og fokið yfir hraunið í öldur; aðra bletti mátti og sjá gula eða gulgrœna sem dý væru í hrauninu, fram komna við samband ýmsra málma við Chlor og brennistein; þessi efni gufa upp við hit- ann að neðan, en þjettast aptur við kuldann og setjast á stein- ana og sandinn. Enga sjerlega lykt var að finna af brenni- steinsvatnsefni, en þar á móti var þar einhver bruna- eða sviða- lykt, og út úr hraunholunum lagði ósýnilegar súrar lopttegundir, sem höfðu þurkandi og særandi áhrif á brjóstið, er lotið var yfir þær. Er vjer riðum norður með hrauninu að vestanverðu, kom-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.