Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 48

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 48
48 um vjer að einu hraunnefi, sem enn þá var rauðglóandi og seig hægt áfram, heyrðist mikið brak og brestir í því, er hin kóln- andi skán á yfirborðinu var að smáspringa og brotna við hreif- ingu hraunsins, er rann undir og á eptir; þar var víða ekki komandi nær því en 3 til 4 álnir fyrir hita sakir; en þar sem það var kaldara, gátum vjer brennimerkt svipnr vorar og stafi, með því að haida þeim inn að glóandi hraunholum, en hættulegt var að nálgast um of, þarsem hraunið var hátt, því stundum fjellu stórar, heitar hellur fram yfir hraunbrún- ina. Yið ösku og vikur urðum vjer lítið varir, nema rjett í kringum hraunið, og óhætt má fullyrða, að eldurinn hefur engan skaða gjört á landinu umhverfis. Fyrir austan Hellis- kvísl, sem rennur í norður rjett fyrir austan hraunsvæðið, hefur lítil sem engin aska fallið, og hefur því afrjettur Landmanna engan skaða beðið, nema að því leyti, að vanavegurinn inn á hann er nú lokaður af hrauninu, en lítið örðugra verður að reka íjeð inn dalinn mílli Valafjalls og Valahnjúka, eða þá að fara hina nokkuð lengri leið norður fyrir öll Valafjöll, ef menn ekki ann- ars vilja ryðja veg yfir sjálft nýja hraunið. Engar skaðlegar verkanir hefur gosið enn haft á heilsu manna eða penings, en kennt hafa menn því og ísnum við Norðurland þurka þá og regnleysi, sem haldist hafa í vor. Úr byggð mátti á nóttum sjá, sem logi stœði í lopt upp yfir eldsvæðinu, en því er ekki svo varið, heldur er það að eins glampi frá eldsglóðinni í gígunum og hrauninu, sem slær á gufu- og reykjarstólpann og ský þau, sem þar af verða; þess skal og getið, að mikið rafurmagn myndast við eldgosin í gufuskýjunum, en þar af koma eldingar yfir eldsvæðinu, sem á næturþeli auka glampann. |>ó gosið væri nokkuð í rjenun, þá er vjer komum þar, þá bar þó reykinn úr aðalgígnum stundum hátt yfir Heklutopp og myndaði þar ský; hann sveigði lítt undan stinningskalda og líktist mest geysi-miklu trje með himingnæfandi greinum, og má nærri geta, hve fögur sjón það muni vera, að sjá það á nœturþeli eins og standa í einum loga. Herra P. Nielsen á Eyrarbakka hefur aptur á Hvítasunn-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.