Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 3

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 3
3 Löggjöf og landsstjórn. skorun samþykt á undan |>ingvallafundi til þingmanna þeirr- ar sýslu, er báðir urðu málinu mótfallnir í frumvarpsform- inu 1887. |>á vildi og stjórnarmálsnefndin, að fundurinn lýsti yfir pví, að bann teldi »æskilegast, að meðan stjórnarbaráttan stendur, séu verslunarviðskifti við Danmörku takmörkuð sem mest«; enn pá tillögu varð nefndin að taka aftur eftir tals- verðar umræður. Auk stjórnbótamálsins komu ýms önnur mál til umræðu á fundinum fyrir ílutning ýmissa fulltrúa samkvæmt fundar- gjörðum héraðanna; pau vóru: (2.) Bíiseta fastakaupmanna, og í pví samþykt, að »skora á alþingi, að semja og sampykkja lagafrumvarp, er geri fastakaupmönnum á íslandi að skyldu að vera búsettir hér á landi«. (3.) Urn hvennfrelsi, eftir áskor- unum frá konum í |>ingeyjar- og Isafjarðarsýslum, og var sam- pykt eftir tillögum priggja manna nefndar (Skúla Thoroddsen, Péturs Jónssonar og Hannesar Hafstein), að sskora á alþingi að gefa málinu um jafnrétti kvenna við karla sem mestan gaum, svo sem með pví fyrst og fremst, að samþykkja frum- varp, er veiti konum í sjálfstæðri stöðu kjörgengi í sveita- og safnaðamálum; í öðru lagi með pví, að taka til rækilegrar í- hugunar, hvernig eignar- og fjár-ráðum giftra kvenna verði skipað svo, að réttur þeirra gagnvart bóndanum sé betur trygð- ur enn nú er ; í priðja lagi með pví, að gera konum sem auð- veldast að afla sér mentunar«. (4.) Um gufuskipajerðir krincj- um landið, og samþykt, að »skora á alþingi að veita framveg- is ekkert fé til hins danska gufuskipafélags og koma einkan- lega á gufubátsferðum eingöngu með ströndum fram og inn- fjarða«. (5.) tJm tollmál: »skorað á alþingi að leitast við, að rétta við fjárhag landssjóðs með tollum á óhófs og munaðarvöru, par á meðal kaffi og sykri, svo og á álnavöru, glysvarningi og aðfluttu smjöri«. (Sjá síðar um bindindishreyfinguna). (6.) Um álþýðumentun, og samþykt: a) að skora á alþingi að styðja alþýðumentamálið eftir pví sem efni og ástæður landsins leyfa; b) að afnema Möðruvallaskólann og verja heldur pví fé, sem til hans gengur 1*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.