Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 7

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 7
7 Löggjöf og lanclsstjðrn. Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, forseti neðri deildar 1887, bað landshöfðingja í bréfi 18. ágúst, að ávísa cand. juris Páli Briem 2000 krónum af fé því, sem veitt var í 9. gr. fjárlaganna til kostnaðar við málshöfðun út af vanskilum C. Fensmarks á landssjóðstekjum úr ísafjarðarsýslu og kaupstað, enn landshöfð- ingi áleit sér »ekki heimilt að svo stöddu að ávísa« neinu af fé pessu, »pegar af þeirri ástæðu«, að sér væri »ekki kunnugt um, að neitt mál væri höfðað út af þessu tilefni*, enda ætlaði hann, að ávísa yrði þessum málskostnaði sem öðrum að eins »eftir sundurliðuðum úrskurðuðum reikningi«. í ágripi af sýslusjóðsreikningum ísafjarðarsýslu fyrir árið 1886 var nú færð »til útgjalda sem ófáanleg« skuld Fensmarks að upphæð 1080 kr. 64 au. Ógreiddar tekjur landssjóðs við byrjun þessa árs vóru eftir landsreikningnum árið fyrir um 50000 kr., enn vóru fyrir nokkrum árum yfir 100,000 kr. |>etta hefir gjaldheimtan skánað á síðari árum. Bankinn lánaði á þessu ári gegn fasteignarveði: 104028 kr. 30 au., gegn sjálfskuldarábyrgð 17030 kr., gegn handveði 7100 kr., gegn ábyrgð sveita- og bæja-félaga o. fl. 4050 kr. Víkslar keyptir: 59710 kr. 13 au., ávísanir keyptar: 6422 kr. 81 ey. Sparisjóðsinnlög nárnu 160282 kr., enn útborguð spari- sjóðsinnlög 143392 kr. 44 au.; innlög á hlaupareikning námu alls 11066 kr. 81 ey. Varasjóður bankans var nú við árslok- in orðinn að upphæð 45289 kr. 81 ey. (að meðtöldum þeim 1007 kr. 64 au., sem í Fr. f. á. bls. 22 eru vantaldar sem eign hans þá, eftir úrskurði á bankareikningi þess árs síðar), enn varasjóður Reykjavíkursparisjóðs nam 26231 kr. 13 au. Talsvert bar á vanskilum við bankann, enn hann gekk ríkt eftir lögskilum og fyllri tryggingum enn áður hafði tíðkast; hafði hann því á árinu orðið að fá sér »útlagðar fasteignir« fyrir lánum að upphæð 6300 kr., enn þar af selt fasteign fyr- ir 2200 króna láni. Jók þetta fáþykkju manna til bankans eigi lítið. Dómar dæindir í landsyfirdómi þetta ár vóru að tölu 46, auk 1 úrskurðar: 31 einkamál og 14 opinber mál. í hæsta- rétti vóru 1887—88 dæmd 3 íslensk mál (öll opinber mál).

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.