Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 10
10 Löggjöf og landsstjórn. Oddi Jónssyni, cand. med. & chir., var 20. mars veitt auka- læknishéraðið í Dýrafirði, önundarfirði, Súgandafirði og Arnarfirði. Ólafi Briem, alpingismanni, var 31. janúar veitt Reynistaðar- klausturs-umboð, er ólafur bóndi Sigurðsson í Asi elepti. Lausn jrá prestskap fengu sökum ellilasleika: séra Finn- ur porsteinsson á Klyppsstað 20. febr. og séra Jón Reykjalín á pönglabakka 20. mars. — Dr. Vilhjálmur Finsen hæstaréttar- dómari í Khöfn fékk og lausn frá embætti petta ár. Prestvígðir vóru kandídatarnir Jón Bjarnason Straumfjörð, Magnús Bjarnarson, Ólafur Magnússon 24. maí, Jón Arason 8. júlí, Arni Jóhannesson, Bjarni Einarsson, Bjarni porsteinsson, Hallgrímur Thorlacius, Jón Guðmundsson, Jósep Hjörleifsson, Mattías Eggertsson 30. sept., til áðuruefndra brauða, og s. d. Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson sem aðstoðarprestur séra Jakobs Guðmundssonar á Sauðafelli og Ólafur Finnsson sem aðstoðarprestur séra porkels Bjarnasonar á Reynivöllum, og 10. júní Guðlaugur Guðmundsson sem aðstoðarprestur séra Jónasar Guðmundssonar að Staðarhrauni. — Heiðursgjajir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. hlutu petta ár: Pétur Jónsson í Reykjahlíð við Mývatn fyrir jarðrækt, garðyrkju, kirkju- og húsa-byggingar, og Steinn Guðmundsson á Eyrarbakka fyrir skipasmíðar (138 skip með betra lagi enn áður tíðkaðist), 140 kr. hvor. — Heiðursmerki dannebrogsmanna fengu bændurnir : Ket- ill Ketilsson í Kotvogi og Sigurjón Jóhannesson á Laksamýri 5. jan., og Ólafur Sigurðsson f. umboðsmaður að Ási, Magnús Magnússon í Skaftárdal og Magnús Brynjólfsson á Dysjum í Gullbr.sýslu 8. desbr. II. Samgöngur Póstgöngur og vegir. Póstferðir vóru auknar (sjá Fr. f. á. bls. 29) um helming á póstleiðinni milli Reykjavíkur og Eskifjarðar á tímabilinu frá 14. apríl fram í sept. og hagað

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.