Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 15

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 15
Árferði. 15 fuku og heyhlöður (járnþaktar) víða eða skemdust. Að öðru leyti var tíðin ágæt alt pangað til 3 vikur af vetri; pá vóru lömh fyrst tekin á innigjafarjörðum, er snjó setti niður, eink- um vestra ; í rauninni kom pó ekki veturinn annarstaðar fyr enn með sólstöðudegi; pá skifti algerlega um til harðinda með snjógangi til ársloka. Grasvökstur varð alment í minsta lagi, og einkum pó eystra og nyrðra, par sem hafísinn bagaði mest; ollu hinir langvinnu purkar bæði vorið og sumarið grasbrestinum ; eink- um varð vatnsaga-mýrjörð ónýt til sláttar. Sökum ágætrar nýtingar rættist pó furðu vel úr heyskapnum og varð hann alt að pví í meðallagi sumstaðar og hey góð, nema hvað pað hey hraktist nokkuð, sem laust var í sept., og hey drap dálít- ið í görðum og kumblum. Fiskur og eldiviður pornaði ágætlega. Skepnuhöld urðu góð yfirleitt; hey gengu pó víða alveg upp og pað enda sunnanlands, par sem hey vóru ómunalega mikil og góð undan sumrinu, enda hafði pað freistað til djarfr- ar ásetningar, enn innistöðutíminn laugur; pannig var talið að fé hefði sumstaðar í Húnavatnssýslu staðið inni 35 vikur, er pví var sleft í 5. viku sumars og sumstaðar var fé magurt orð- ið nyrðra, einkum austan til, par sem jafnvel var talað um fjárfelli (á Langanesströndum) sökum heypurðar, enda vetur og vor haiðast par eystra. Lamhdauði varð pó sárlítill yfir- leitt og fé vel framgengið og gerði pví gott gagn og fjallfé allvamt að hausti og lieimtur góðar yfirleitt að síðustu, pótt leitarveður væru stirð. Fyrir vangeymslu mistu Skeiða og Flóamenn í Arnessýslu um 200 fjár af fjallsafni sínu í síkis- læmi á Murneyrum við pjórsá, er drukknaði par og kafnaði, enn vötn mikil. — Bundapeat gekk syðra um veturinn og slæddist norður, pó eigi mögnuð.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.