Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 24

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 24
24 Bjargræðisvegir. sem á árið leið; í Genúa varð smáfiskur 42—57 kr. skipp., og er verðið á honum og Spánarfiskinum alt af miðað við fiskinn hér í stúrkaupum án kostnaðar við flutning o. fl. A Englandi gekk fiskur alt að pví eins og í fyrra best, einkum smáfiskur (sökum Genúa-markaðarins) og ýsa, og í Khöfn var verðið líkt að jafnaði og í fyrra; pó komst stór hnakkakýldur jaktafiskur í 65 kr. skipp., smáfiskur 38—53 '/2 kr. og ýsa 35—40 kr. skipp.; harðfiskur varð par 65 kr. og alt niður að 48 kr. skipp. Æðardúnn var 12—-151 '2 kr. pd. — Hér á landi var verð á pessum innlendu vörum líkt og árið áður, nema hærra á salt- fiski; gáfu kaupmenn almennast 40 kr. fyrir skippd. afhonum, og sumir bættu hann síðar svo upp, að hann varð 42 kr. Mjög sóttust kaupmenn eftir blautfiski um haustið til að geta komið honum sem fyrst út að vorinu, af pví að pá er mestur hörg- ull á saltfiski, enda var talið, að megnið af hinum geysimikla haustvertíðarafla við Faksaflóa t. a. m. hefði verið lagður inn hjá kaupmönnum blautur; var og verðið á honum miklu hærra enn áður í Rvík: 90 au. lísipundið gegn vörum, enn 75—85 au. gegn peningum; nú var kvartað yfir pví einkum, að blaut- fiskskaupmenn verkuðu fiskinn illa. — Yerð á slátri um haust- ið var 12-18 au. kjötpundið nyrðra og eystra, gærupundið 25 au. og mörpundið 18 au. og sumir kaupmenn vildu ekki mör; í Reykjavík var verðið nokkru hærra (mör- og gærupund 30 au.). Skotar gáfu eystra 13—18 kr. fyrir sauðkindina á fæti, enn Coghill (nyrðra) 13—15 kr. Sýslunefnd Húnvetninga samdi »reglur um fjársölu á mörkuðums (með tilteknum mark- aðsstöðum og 2 skoðunarmönnum í hreppi liverjum) til að af- stýra sauðapjófnaði, enn pá hafði orðið uppvíst nýlega, að mað- ur einn í Miðfirði hafði stolið 12 sauðum og selt Coghill pá, og enda bólað á slíka víðar. Amtmaður gat pó ekki síðar staðfest pær né landshöfðingi, af pví »ýms ákvæði peirra hefðu enga lagaheimild við að styðjast og yrðu ekki sett nema með lögum«. — Verð á útlendum vörum var hér líkt og áður; kaffi varð pó ívið lægra (80—85 au. pd.). — Eftir skýrslum um út- flutning á útlendum vörum um undanfarin ár skal pess hér getið, að af kaffi (-baunum og -rót m. m.) var talið aðflutt árið sem leið (1887); 568404 pund (sbr. Fr. f. á. bls. 39) og

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.