Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 27
27 Skaðar og slysfarir. mýri) í Khöfn fjrrir prjónles. J>eir fáu Islendingar, sem á sýn- inguna komu frá íslandi, létu vel yfir ferðinni og pótti betur farið enn heima setið. Ví. Skaðar og slysfarir. Skipströnd og manntjón af slysum. Skipströnd urðu allmörg petta ár; varð í mesta lagi tjón á fiskiskútum Frakka; týndust bæði menn svo tugum skifti og skip (víst 7). Kaupfór urðu og fyrir tjóni og áföllum (sbr. bls. 22); skonnert »Ingeborg« kom frá Khöfn með vörur til Höepfners-verslunar á Akureyri og á Skagaströnd og komst tví- vegis undir land um haustið og veturinn (1887—88), enn varð í hvorttveggja sinni að snúa frá til Noregs vegna storma og dimmviðris, með miklurn skemdum; í priðja sinni lenti skipið í ís hér við land og strandaði loks 9. apríl í Borgarfirði eystra, menn héldu iífi, og farmur og skip var selt á uppboði fyrir nál. 14000 kr. að sögn. Gránufélagið misti og 2 haustskip sín hér við land, annað á leið héðan, með mannbjörg héðan, nema stýrimaður lést. Yms fleiri kaupskip löskuðust á útsigl- ingu um haustið eða fórust, svo sem skip eitt af ísafirði, »Johanne«, er hvergi kom fram; með pví var farpegi porsteinn Ihorsteinsen, fyr alpingismaður (sbr. Fr. 1886 hls. 4), kaup- maður á ísafirði. Merkilegt er orðið strand á gufuskipi ensku (»Lady Bertha«), er C. Knudsen fjárkaupmaður hafði fengið hingað með vörur; pað misti stýrið á útsiglingu frá Borðeyri um haustið ; beið par síðan uns gufuskip kom frá Skotlandi með stýri; for pá til Sauðárkróks, rak par upp og brotnaði nokkuð; lá par í lamase'ssi, uns sjógarpurinn Otto Wathne kom á gufuskipi (»Wágen«) eftir nýár (4. jan. 1889) og náði skip- inu paðan og fékk með miklum erfiðismunum komið pví aust- ur á Seyðisfjörð í febrúar til aðgerða; kostaði hann förina sjálf- ur, enn átti að fá hluta (18000 kr.) í verði skipsins hjá ábyrgð- armönnum pess á Englandi, ef ferðin tækist, annars ekkert. Wathne er hinn fyrsti maður, sem farið hefir með gufuskip

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.