Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 34
34 Lát heldri manna um hríð. Kona hans var dönsk. Gísli fékst allmikið við rit- störf: gaf úr Norðurfara (Kh. 1848—49), með Jóni Thoroddsen, Svöfu (Kh. 1860) með Ben. Gröndal og Stgr. Thorsteinsson; skrifaði allmargar ritgerðir í Ný Félagrrit, «Andvara», Ar- böger for nordist 01dkyndighed» o. v. Hann átti og við út- gáfu af «sögu af Trístram og Isönd með Möttulsögu» (Kh. 1878) fyrir hið kgl. norræna forfræðafélag, enn hina minni Trístramssögu hafði hann gefið út 1851 í «Annaler for nordisk Oldkyndighed og Historie», og almanakið íslenzka gaf hann út eptir dauða Jóns Sigurðssonar. Gísli var skáldmæltur vel og einkennilegur; eru nokkur kvæði eptir hann prentuð til og frá; náði hann pó aldrei almanna viðurkenningu sem skáld, enda sum kvæði hans torskilin og nokkuð styrfin, pó einstaka hafi orðið pjóðkunnugt og vinsælt, svo sem «Grátur Jakobs yfir Rakel». Gísli var pingmaður Skagfirðinga 1859 — 63; pað spilti áliti hans á síðari árum, að hann slóst í fjandaflokk Jóns Sig- urðssonar, pegar hann barðist fyrir stjórnbót íslands, og pótti Gísli koma par illa og óhreinlega fram, og við lát hans var hans ekki getið til lofs nema sem skálds, af peim einum pó, sem hægt láta sér um frekari stjórnarbót íslands, enn annars var hans sárlítið minst og aðeins með hnífilyrðum; eru pessa fá dæmi hér á landi. í kaupmannastétt dó meðal annara einn íslenskur kaup- maður: Jön Guðmundsson (bónda Brynjólfssonar á Mýrum í Dýrafirði), kaupm. í Flatey á Breiðafirði (ý 15. jan.), tæplega 45 ára gamall, vel fjáður og dugmaður. Enn fremur lést VaIdimar Fisclier (f 22. nóv.), danskur maður, er rekið hulði verslun hér á landi (í Bvík og Keflavík) um mörg ár og grætt of fjár. Hans skal hér sérstaklega getið að pví, að harða árið 1882 gaf hann Borgarfjarðar- og Mýrasýslu 5000 kr. til skipt- ingar, einkum meðal viðskiptamanna hans í peim héruðum. Kona hans var íslensk: Arndís Teitsdóttir (dýralæknis Einn- bogasonar), og lifir hún hann með 3 börnum, alt í Dan- mörku. Af öðrum mönnum dánum skal hér nefndur Einar prent- ari pórðarson (bónda Jónssonar), fæddur í Skildinganesi 23. desbr. 1818, var hann forstöðumaður landsprentsmiðjunnar frá

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.