Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 43

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 43
43 Mentun og menning er sá fyrirlestur hæðileg vandlætingar-prédikun út af óvenjum í bæjarbrag, sönnum og ímynduðum; er pví ritlingurinn spé- spegill sem lýsing, en frásagan fjörug og fyndin með smellnu máli. — Annars var mikið um fyrirlestra í Rvík petta ár, pótt ekki væru pessa efnis («Um búnaðarmálefni*, er Sveinn búfræðingur Sveinsson hélt fyrir Búnaðarfélag Suðuramtsins 13. jan.; «Um ættjarðarást og pjóðernistilfinning ísl., einkum í fornöld*, er Guðmundur Guðmundsson stud. theol. hélt 3. marz, meðfram út af fyrirlestri Hannesar Hafsteins, er nærri hafði höggvið pví hvorutveggju). Yar porlákur Ó. Johnson kaupmaður lífið og sálin í, að koma slíku af stað, ásamt fleirum skemtunum (sögu-upplestrum, söng myndasýning o. fl.) «fyrir fólkið» í Rvík, og klykti út árið með pví að láta kveða Andra-rímur opinherlega. |>á er ótalin hlutdeild sú, er kvennfólk tók í ritsmíðum pessa árs, einkum skáldskap; par komu 2 kvennmenn fram: ÓVóf Sif/urðardóttir, er gaf út «Nokkur smákvæði», sem póttu lýsa «töluverðri slcáldskapargáfu*, pótt sum væri «smá aðefni*, enda «mörg líkjast ótölulegum öðrum yngri höfunda kvæðum um sams konar efni» (sorg og ást), enn laus við smekkleysur, rímararugl, öfgar og íburð; — og Ingibjörg SJcaftadóttir, er gaf út sögu: «Kaupstaðarferðir», til formæla bindindismálinu, enda kostuð af góðtemplarstúku og prýðisgóð í peim tilgangi, enn skáldskapur smávaksinn. |>riðja konan, sem fékst við rit- störf, var Elin Briern, forstöðukona kvennaskólans á Ytri-Ey; hún gaf út bók, er heitir «Kvennafræðarinn», fyrra hefti, eins konar matreiðslufræði m. fl., einkar gott og parflegt rit fyrir konur. —Annars fór talsvert að bera á pví, að konur notuðu kosningarrétt pann, er pær hafa fengið, einkum við presta- kosningar, enn mjög tregar hafa pær pótt að nota pann rétt hingað til; pannig var pað fyrst petta ár, að ein kona í Rvík kaus bæjarstjóra, af rúmum 30, er par hafa kosningarrétt; víða annarstaðar höfðu konur pó orðið fyrri til pess. (Sjá enn fr. bls. 3.). 1 tímaritinu Iðunni var petta ár meðal annars ný skáld- saga eftir Jónas prest Jónasson, er hét «Frelsisherinn», um pólitísk gönuskeið, bæði blinda vanafestu og einkum óstjórn-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.