Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 44

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1888, Blaðsíða 44
44 Mentun og menning lega breytingafýsn undir yfirskini frelsis og framfara og svo um óljósar miðlunar-tilraunir á pessum tveim öfgum. í söngfrœði kom út «Stafrof söngfræðinuar j> eftir Björn Kristjánsson (gjaldkera Rvíkurbæjar), og 6. hefti söngva og kvæða eftir Jónas Helgason, organleikara Rvíkur dómkirkju. Blóðin vóru pau sömu, nema Austri, blað Austfirðinga, gafst upp; hafði prentari hans (Baldvin Stefánsson) sýkst og dáið, og kom síðasta blað hans (nr. 22 af 4. árg.) út á Akur- eyri 28. maí; hafði síðast áður komið út 5. desbr. eystra (á Sevðisfirði). Nýtt blað bættist í skarðið á Akureyri 19. sept., nefnt «Lýður»; var ritstjóri Mattías prestur Jocbumson; pótti vart verða talað um neina fasta stefnu pess blaðs í neinu máli, enn pó helst að mæla máli peirra, er mótfallnir eru frekari baráttu fyrir stjórnarendurbót, enda af peim stofnað í pví skyni. TJm stefnu hinna eldri blaða skal pað eitt frekar sagt, að j>jóðólfur og þjóðviljinn fylgdu sem áður fast fram endur- skoðun stjórnarskrárinnar. ísafold átti að stækka um ársbyrj- un næstu og koma út tvisvar í viku (104 nr.). Rannsóknarferðir o. fl. þorvaldur skólakennari Thorodd- sen ferðaðist rúman mánaðartíma um sumarið og fór fyrst um Árnessýslu upp í j>jórsárdal (Fossárdal); staðfesti hann pá ætlun manna (Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi í Árb. Fornl. 1884- 85 bls. 55), að Rauðukambar liefðu aldrei gosið (1343), enn j>jórsárdalsbygðin mundi hafa eyðst í Heklugosum einkum um miðja 14. öld; í Kerlingarfjöllum hjá Hofsjökli fann hann eitthvert merkilegasta hverapláss á landinu, í Hveradölum: mörg púsund brennisteins- og leir-hverir (maca- luba) og vellandi leirtjarnir bláar, gular, rauðar, grænar, og standa reykjarstrókar víða út um sprungur, sumir 2—3 mann- hæða háir, með miklu öskri og gný. Hann fór víðar par um pláss. öskurhólshverinn á Hveravöllum norðan undir Kjal- hrauni var hættur að gjósa, er Rorv. kom nú pangað, fyrstur eftir Henderson (1815). —Sigurður fornfræðingur Yigfússon fór og í fornmenjarannsóknir um Vestfirði, mest til að fá frekari vissu um ýmsa sögustaði (í Gísla sögu Súrssonar eink- um), er hann hafði áður komið við á (1882, Árb. 1883). Til forngripasafnsins fékk Sigurður og ýmsa muni gefna og keypta.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.